Benedikt: Flokkurinn stofnaður til „að hverfa frá sveiflukenndum gjaldmiðli“

Benedikt Jóhannesson stígur til hliðar sem formaður Viðreisnar, og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tekur við. Hún þakkar traustið, í tilkynningu.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son hefur tekið ákvörðun um að stíga til hliðar sem for­maður Við­reisn­ar. Hann til­kynnti þessa ákvörðun sína á fundi með þing­flokki og stjórn flokks­ins í dag. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­son, odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tekur við for­manns­stöð­unni og leiðir flokk­inn inn í kosn­ingar 28. októ­ber.

Mik­ils titr­ings hefur gætti í bak­landi Við­reisnar und­an­farna daga, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og óánægju gætti með fram­göngu Bene­dikts í við­tali við RÚV, þar sem meðal ann­ars var rætt um ástæður þess að það slitn­aði upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu með Sjálf­stæð­is­flokknum og Bjartri fram­tíð. 

Bene­dikt baðst afsök­unar á ummælum í við­tal­inu, sem meðal ann­ars snéru að því að fólk myndi ekki eftir því hver hefði verið ástæða þess að rík­is­stjórnin féll.

Auglýsing

Í viðtalsþætti í gær notaði ég afar klaufa­leg ummæli um til­efni stjórnar­slit­anna, þegar ég sagði að eng­inn myndi leng­ur...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Tues­day, Oct­o­ber 10, 2017


Á fund­inum var sam­þykkt að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og odd­viti fram­boðs Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi tæki við hlut­verki hans. Sú ákvörðun var stað­fest af ráð­gjaf­ar­ráði flokks­ins á fundi sem lauk upp úr kl. 18.00 í dag.

Bene­dikt segir í til­kynn­ingu að Við­reisn hafi verið stofnuð til að breyta hlutum til batn­að­ar, með almanna­hags­muni í for­grunni. „Við­reisn var stofnuð til þess að breyta íslenskum stjórn­mál­um. Við viljum breyta grund­vall­ar­kerf­um, til dæmis í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, og hverfa frá sveiflu­kenndum gjald­miðli og miklu hærri vöxtum en í nágranna­löndum okk­ar. Við teljum að íslenskir kjós­endur vilji hverfa frá stjórn­málum sem snú­ast um per­sónur og hugsa um mál­efni. Við viljum stöð­ug­leika en ekki stöðn­un.

Þrátt fyrir að mál­efna­staða Við­reisnar sé sterk, úrvals fram­bjóð­endur í efstu sætum fram­boðs­list­anna og alþing­is­menn og ráð­herrar Við­reisnar hafi verið ötulir frá fyrsta degi er staða flokks­ins veik í skoð­ana­könn­un­um. Sú staða er að mínu viti ekki eðli­leg þegar litið er til afar sterkrar mál­efna­stöðu okk­ar, lof­orða fyrir síð­ustu kosn­ingar og efnda þeirra lof­orða á ein­ungis átta mán­uðum í rík­is­stjórn. Við­reisn vinnur ötul­lega fyrir land og þjóð, fyrir almanna­hags­muni gegn sér­hags­mun­um. Ég hef unnið að und­ir­bún­ingi að stofnun flokks­ins og störfum hans sleitu­laust und­an­farin þrjú og hálft ár.  Það er óásætt­an­legt að sjá að full­trúar frjáls­lyndis beri skarðan hlut frá borði og því tel ég rétt að skipta um for­mann í flokknum á þess­ari stundu. Þá ákvörðun tók ég einn og án þrýst­ings frá öðr­um.

Mér þykir það skipta miklu meira máli að full­trúar þeirra hug­mynda frjáls­lyndis og fram­sækni sem Við­reisn hefur boðað sitji á Alþingi en að ég sé í for­mennsku.  Með þvi að stíga til hliðar og hleypa öðrum að stjórn­vel­inum vil ég leggja mitt af mörkum til þess að Við­reisn nái að snúa vörn í sókn á síð­ustu metrum þessa kosn­inga­und­ir­bún­ings. Ég mun að sjálf­sögðu vinna áfram í mínu kjör­dæmi og berj­ast þar fram til síð­asta dags og ég óska Þor­gerði Katrínu alls hins besta í þessu nýja verk­efni sem hún hefur skyndi­lega tekið að sér. Ég er sann­færður um að hún mun leiða Við­reisn og hennar glæstu hug­sjónir til góðrar nið­ur­stöðu í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um,“ segir Bene­dikt í til­kynn­ingu.

Þor­gerður Katrín segir þess ákvörðun „dæmi­gerða“ fyrir Bene­dikt. „Þessi ákvörðun Bene­dikts er dæmi­gerð fyrir það hvernig hann hefur alla tíð  látið sér annt um vöxt Við­reisnar og við­gang. Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til og stofn­and­inn er trúr hug­sjónum sínum með því að stíga til hliðar við þessar aðstæð­ur. Ég vil fyrir hönd alls Við­reisn­ar­fólks þakka Bene­dikt fyrir elju hans og dugnað í for­manns­stóln­um.

Ég er þakk­lát fyrir það traust sem mér er sýnt og tek við þessum kyndli með mik­illi virð­ingu fyrir því starfi sem unnið hefur verið innan flokks­ins og ekki síður fyrir því Grettistaki sem við þurfum að lyfta fram að kosn­ing­um. Við þurfum að ná augum og eyrum kjós­enda  með bæði áherslur okkar og árang­ur. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að frjáls­lynd sjón­ar­mið og nauð­syn­legar kerf­is­breyt­ingar eigi sterka rödd á alþingi og í næstu rík­is­stjórn. Við þurfum að standa vörð um þau mál­efni jafn­rétt­is, efna­hags og vel­ferðar sem við höfum haft í for­grunni og eiga svo brýnt erindi í íslensku sam­fé­lag­i,“ segir Þor­gerður Katrín í til­kynn­ingu frá Við­reisn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent