Starfsumhverfi listamanna í brennidepli

Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hvetur stjórnmálamenn til að opna huga sinn fyrir mikilvægi listanna í samfélaginu og viðurkenna þær sem burðarstoðir í kraftmiklu og fjölbreyttu atvinnulífi um land allt.

Auglýsing

Banda­lag íslenskra lista­manna er vett­vangur sam­eig­in­legra hags­muna fag­fé­laga lista­fólks og hefur banda­lagið átt í ára­löngu sam­tali við stjórn­völd um þá hags­muni. Í aðdrag­anda kosn­inga til Alþingis leggur stjórn BÍL sig eftir því að hitta for­ystu­fólk stjórn­mála­flokk­anna til að ræða helstu hags­muna­mál lista­manna og í síð­ustu viku fund­aði stjórnin með full­trúum þeirra flokka sem bjóða fram til þings á lands­vísu, að und­an­skildum Mið­flokknum og Flokki fólks­ins, sem ekki sendu full­trúa til fund­ar­ins. 

Í ljósi þess hve stutt er frá síð­ustu kosn­ingum til Alþingis þá hafa mál­efnin sem lista­fólk óskar að ræða við stjórn­mála­menn ekki breyst mikið frá sam­ráðs­fundum BÍL og fram­bjóð­enda haustið 2016, enda komust mál­efnin sem þá brunnu á lista­mönnum hvergi á blað hjá frá­far­andi rík­is­stjórn. Til marks um það er ­stefnu­yf­ir­lýs­ing­in þar sem tals­verð áhersla var lögð á mál­efni tengd „skap­andi grein­um“ en ljóst af orða­lagi og sam­heng­inu að list­irnar voru hvergi sjá­an­legar í því mengi.

Málin sem stjórn BÍL leggur mesta áherslu á fyrir þessar kosn­ingar eru eft­ir­far­and­i: 

Auglýsing

-  BÍL telur tíma­bært að stofna sjálf­stætt ráðu­neyti lista og menn­ingar og ef það nær ekki fram að ganga þá er óhjá­kvæmi­legt að setja á stofn form­legan sam­ráðs­vett­vang þeirra fimm ráðu­neyta sem með núver­andi skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna fara með mál tengd listum og menn­ingu. Slíkur vett­vangur þyrfti að starfa sam­kvæmt vel skil­greindri áætlun með mæl­an­legum mark­miðum og tíma­settum aðgerð­um.

-  Þá telur BÍL nauð­syn­legt að efna til form­legs sam­starfs um stefnu­mótun í mál­efnum lista og menn­ingar til 2022, en stjórn BÍL hefur unnið sókn­ar­á­ætlun sem gæti orðið góður grunnur að því starfi. Þar er mælt fyrir um aukna áherslu á list- og menn­ing­ar­tengt starf og for­gangs­röðun í þágu stofn­ana, sjóða og ein­stakra verk­efna á lista­svið­inu. Í núgild­andi fjár­mála­á­ætlun 2018 – 2022 virð­ist sem blása eigi til slíkrar sóknar en þegar grannt er skoðað þá er sára­lítið að marka þau áform, þar sem þeim fylgir ekk­ert fjár­magn auk þess sem þau eru sett fram án alls sam­ráðs við geir­ann. 

-  Loks leggur BÍL áherslu á bar­áttu­mál lista­manna, bæði höf­unda og flytj­enda, að skatt­hlut­fall vegna tekna af höf­unda- og rétt­hafagreiðslum verði hið sama og vegna ann­arra eigna­tekna t.d. fjár­magnstekna, enda er höf­und­ar­rétt­ur ­eign­ar­réttur og því um sam­bæri­legar greiðslur að ræða. 

Fund­ar­menn sýndu þessum áherslum BÍL skiln­ing og töldu sam­talið af hinu góða, án þess að miklu væri lof­að. Reyndar má segja að allir hafi þeir tekið undir mik­il­vægi þess að færa skatt­lagn­ingu tekna af höf­unda­greiðslum til þess horfs sem BÍL leggur til. Einnig virt­ust menn sam­mála um nauð­syn þess að skýra merk­ingu hug­taks­ins „skap­andi grein­ar“ enda ekki nægi­lega góður bragur á því að það nái ein­ungis yfir greinar sem geta orðið and­lag vöru­sölu eða sölu á þjón­ustu t.d. í hug­verka- og þekk­ing­ar­iðn­aði eða hug­bún­að­ar- og tækni­grein­um, eins og raunin er í stefnu­yf­ir­lýs­ingu frá­far­andi rík­is­stjórn­ar, en þar eru list­irnar bara nefndar á einum stað í langri upp­taln­ingu í kafl­anum um mennta­mál.

Fyrir þessar kosn­ingar hvetur lista­fólk stjórn­mála­menn til að opna huga sinn fyrir mik­il­vægi list­anna í sam­fé­lag­inu og við­ur­kenna þær sem burð­ar­stoðir í kraft­miklu og fjöl­breyttu atvinnu­lífi um land allt. Banda­lag íslenskra lista­manna er til­búið í sam­starf við stjórn­völd um átak í starfs­um­hverfi lista­fólks, sem leitt geti til þess að listum og menn­ingu verði bættur sá nið­ur­skurður sem varð á opin­berum fram­lögum til geirans eftir hrun og blásið verði til sóknar í þágu lista og menn­ingar á öllum svið­um.

Höf­undur er for­seti Banda­lags íslenskra lista­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar