Verið að „skrúfa saman“ ríkisstjórn þar sem veikur meirihluti er talinn styrkleiki

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fengið formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Hún segir þetta ekki vera tímann til að leysa úr öllum heimsins ágreiningsmálum heldur að ná saman um stóru línurnar og breytt vinnubrögð.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er með stjórnarmyndunarumboðið og er líklegust til að verða næsti forsætisráðherra þjóðarinnar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er með stjórnarmyndunarumboðið og er líklegust til að verða næsti forsætisráðherra þjóðarinnar.
Auglýsing

Fjórir flokkar hafa komið sér saman um myndun rík­is­stjórnar á Íslandi. Flokk­arnir eru Vinstri græn, Sam­fylk­ing, Fram­sókn­ar­flokkur og Pírat­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, verður næsti for­sæt­is­ráð­herra ef flokk­arnir fjórir ná að klára við­ræður sínar með jákvæðri nið­ur­stöðu. Hún fékk í dag stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð hjá for­seta Íslands og því geta form­legar við­ræður haf­ist.

Katrín sagði við það til­efni að form­legar við­ræður muni hefj­ast á morgun og lögð verði áhersla á að vinna hratt. Línur ættu að skýr­ast á næstu dög­um.  „Það liggur fyrir skuld­bind­ing af allra hálfu um að reyna að skrúfa saman rík­is­stjórn þess­ara flokka.“

Óform­legar við­ræður hafa staðið yfir nán­ast frá því að úrslit kosn­ing­anna lágu fyrir um síð­ustu helgi. Kraftur kom í þær í gær þegar fundað var fram eftir kvöldi. For­menn og annað for­ystu­fólk úr flokk­unum hitt­ist síðan í Alþing­is­hús­inu í morgun og fund­uðu fram yfir hádeg­ið. Þaðan var skila­boðum komið til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands, að allir fjórir flokk­arnir væru til­búnir í að láta reyna á myndun rík­is­stjórn­ar.

Auglýsing

Veik­leik­inn tal­inn styrk­leiki

Tak­ist að mynda þá rík­is­stjórn verður hún með minnsta mögu­lega meiri­hluta á þingi, 32 þing­menn gegn 31. Hún verður líka með minni­hluta atkvæða á bak við sig. Vinstri græn, Sam­fylk­ing, Fram­sókn og Píratar hafa sam­tals 95.874 atkvæði á bak við sig. Hinir fjórir flokk­arnir sem yrðu í stjórn­ar­and­stöðu fengu 97.502.

Í þeim við­ræðum sem staðið hefur verið lögð áhersla á, sér­stak­lega af hálfu Vinstri grænna, að það sé fremur styrk­leiki en veik­leiki að meiri­hlut­inn sé svona lít­ill. Það geri það að verkum að flokk­arnir fjórir þurfi að vanda sig mjög vel. Ekk­ert svig­rúm verði fyrir fyr­ir­greiðslu eða fúsk og sterkt traust þurfi að mynd­ast milli þeirra sem að stjórn­ina komi strax frá byrj­un.

Þess vegna hafi tek­ist að sann­færa hina flokk­anna um að það væri fólgin áhætta í því að taka inn fimmta flokk­inn. Þá yrði sam­setn­ingin flókn­ari og meiri væru­kærð gæti fylgt stærri meiri­hluta.

Þá er það mark­mið í sjálfu sér hjá stórum hluta þeirra sem að við­ræð­unum koma að halda Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þeim flokki sem stýrt hefur Íslandi í þrjú af hverjum fjórum árum frá stofnun hans, frá völd­um.

Fínni blæ­brigðin lögð til hliðar

Mál­efna­lega hefur gengið vel að ná saman um þá hluti sem flokk­arnir eru sam­mála um. Þ.e. útgjalda­aukn­ingu í heil­brigð­is­mál, stór­sókn í mennta­málum og mikla inn­spýt­ingu í fjár­fest­ingu í innviðum á borð við vega­kerf­ið. Katrín ítrek­aði þetta á Bessa­stöðum í dag. Þar sagði hún að áherslur sínar yrðu á að ráð­ast í upp­bygg­ingu í þessum þremur mála­flokk­um. Auk þess vill hún að jafn­rétt­is­mál og loft­lags­mál verði sett í önd­vegi. Katrín lagði enn fremur áherslu á að rík­is­stjórn­in, verði hún að veru­leika, legði sig fram við að skapa aukna sam­stöðu um mál og beitti sér fyrir breyttum vinnu­brögðum á Alþingi.

Katrín sagði að nú væri ekki tím­inn í íslensku sam­fé­lagi til að leysa úr öllum heims­ins ágrein­ings­mál­um. Allir flokk­arnir gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu að leggja ein­hver sinna stefnu­mála til hliðar til að hægt yrði að ná sam­an.

Fyrir liggur að flokk­arnir eru ósam­mála þegar kemur að mörgum fínni blæ­brigðum stjórn­mál­anna. Þannig er Sam­fylk­ingin til að mynda með þá yfir­lýstu stefnu að ganga í Evr­ópu­sam­bandið á meðan að bæði Vinstri græn og Fram­sókn eru alfarið á móti því. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með það á stefnu­skrá sinni að banna verð­trygg­ingu hús­næð­is­lána og að hús­næð­islið­ur­inn verði fjar­lægður úr vísi­tölu neyslu­verðs. Eng­inn hinna flokk­anna er með það á stefnu­skrá sinni.

Vinstri græn voru með það á stefnu­skrá sinni í aðdrag­anda kosn­inga að leggja á eigna­skatta og hátekju­skatt á þá sem hafa 25 millj­ónir króna og yfir í árs­tekjur auk þess sem flokk­ur­inn hefur talað fyrir því að lagður verði á auð­legð­ar­skattur á þá sem mest eiga. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að Vinstri græn séu til­búin að draga veru­lega úr þessum kröfum ef aðrar leiðir skili þeim mark­miðum að auka tekjur rík­is­sjóðs til fjár­fest­inga í þeim málum sem vænt­an­leg rík­is­stjórn hefur þegar náð saman um.

Þá virð­ist nokkuð breið sam­staða milli flokka að falla frá fyr­ir­hug­aðri hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ustu og horfa þess í stað á að leggja á komu­gjöld.

Mik­il­vægt verður fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn að ná því í gegn að reynt verði að grípa inn í það ferli sem þegar er hafið hvað varðar Arion banka með þeim hætti að ríkið geti nýtt sér for­kaups­rétt til að eign­ast meiri­hluta í bank­an­um. Í kjöl­farið vill flokk­ur­inn end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerf­ið. Engin sér­stök and­staða er hjá hinum þremur flokk­unum við þessi áform þótt blæ­brigða­munur sé á áherslum hvað þetta mál­efni varð­ar.

Yrði konu­stjórn á móti kar­lægri and­stöðu

Náist að klára myndun rík­is­stjórn­ar­innar þá mun meiri­hlut­inn verða skip­aður 16 konum og 16 körl­um. Katrín Jak­obs­dóttir verður nær örugg­lega for­sæt­is­ráð­herra og aðrir for­menn eða ígildi for­manns, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, Logi Ein­ars­son og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, myndu sitja í stjórn­inni. Þá má telja nær öruggt að Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, muni taka sæti í rík­is­stjórn­inni en óljós­ara er hverjir úr hinum flokk­unum myndu gera það. Ráðu­neyt­is­skipt­ing hefur þegar verið reifuð á óform­legum fundum flokk­anna en ekk­ert liggur end­an­lega fyrir í þeim mál­um. Engum dylst þó að Lilja Alfreðs­dóttir hefur mik­inn áhuga á að verða fjár­mála­ráð­herra. Þá hafa Píratar þá stefnu að ráð­herrar eigi ekki að sitja á þingi. Því má búast við að ef saman næst muni þeir þing­menn Pírata sem setj­ast í rík­is­stjórn segja af sér þing­mennsku og vara­menn þeirra taka við stöðum þeirra.

Í stjórn­ar­and­stöðu yrðu fjórir flokk­ar: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, Flokkur fólks­ins og Við­reisn. Af þeim 31 þing­manni sem yrði í and­stöðu yrðu átta konur og 23 karl­ar. Við­reisn væri eini flokk­ur­inn í stjórn­ar­and­stöðu sem væri með jafnt kynja­hlut­fall.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar