Kór og hljómsveit sem flytja saman rokktónlist

Karolina Fund verkefni vikunnar er plata með Stormsveitinni úr Mosfellsbæ.

stormsveitin
Auglýsing

Stormsveitin sam­anstendur af kór og hljóm­sveit sem flytur rokktón­list í útsetn­ingum fyrir karla­kór. Þeir Stormsveit­ar­menn hleyptu nýlega af stokk­unum söfnun á Karol­ina Fund. Mark­miði þeirra er að safna 4000 evrum sem dugir þeim til að full­vinna og gefa út hljóm­disk og mynddisk með efni sem tekið var upp á þrett­ánda­tón­leikum á síð­asta ári og nú í ár í Hlé­garði. Kjarn­inn hitti Hauk Þór Har­alds­son, einn af með­limum sveit­ar­inn­ar, og tók hann tali.

Hvaðan er Stormsveitin upp­runnin og hvenær komst hún á legg?

„Stormsveitin er upp­runnin í Mos­fellsbæ og Kjal­ar­nesi. Þaðan skilst mér að nafnið sé upp­runn­ið, það er víst ekki alltaf blessuð blíðan þarna undir Esj­unni. Fyrstu með­limir voru flestir félagar í Karla­kór Kjal­nes­inga. Þar var líka Sig­urður Hans­son en hann átti hug­mynd­ina að því að taka hefð­bund­in karla­kórs­lög og gera úr þeim rokk­mús­ík. 

Auglýsing

Þetta var árið 2011 og sveitin hefur reglu­lega verið að troða upp síð­an. Í dag koma með­limir sveit­ar­innar víðar að en ég held að óhætt sé að segja að Mos­fell­ingar séu okkar dygg­ustu áhan­gend­ur. Stormsveitin er fasta­gestir á ákveðnum upp­á­komum í Mos­fellsbæ og Mos­fell­ingar fylla árlega þrett­ánda­tón­leika okk­ar. Þetta er 20 manna söngsveit, allt reyndir söng­menn og 5 manna rokk­hljóm­sveit sem er mjög vel skip­uð.“

Hvers konar tón­list eru þið að taka ykkur fyrir hend­ur?

„Við flytjum alla­vega tón­list. Við syngjum öllu jafna fjór­radd­að, und­ir­leiks­laust ef þannig ber undir eða með rokk­hljóm­sveit á fullu gasi, allt eftir því hvert til­efnið er. Mark­miðið er að syngja flott lög í vönd­uðum útsetn­ing­um. Á prógramm­inu eru t.d. nokkrir þjóð­legir fimm­und­ar­söngv­ar, dæmi­gerðar íslenskar karla­kór­a­perlur, dæg­ur­lög og þjóð­lög af ýmsu tagi og svo arg­asta popp og rokk í bland. Sumar útsetn­ing­arnar hafa gengið í arf kóra á milli en aðrar höfum við látið gera fyrir okkur sér­stak­lega. Páll Helga­son heit­inn á t.d. margar af okkar bestu radd­setn­ing­un­um. Ungur snill­ingur að nafni Arnór Sig­urðs­son hefur svo verið öðrum dug­legri við að búa lögin til flutn­ings með hljóm­sveit­inni. Við tökum oft með okkur gesti. Stef­anía Svav­ars­dóttir hefur verið fremst í þeim flokki, hún er eig­in­lega orðin ein af strák­un­um. Birgir Har­alds­son (Biggi úr Gildrunni) hefur líka verið tíður gest­ur, Stefán Jak­obs­son (Dimma) var með okkur á síð­ustu tón­leikum þannig að list­inn yfir góð­vini Stormsveit­ar­innar er nokkuð lang­ur.“ 

Hvaða upp­á­komur hafið þið sem kór mest gaman að?

Plötuumslag Stormsveitarinnar.„Stormsveita­ræf­ing­arnar eru alltaf bráð­skemmti­leg­ar ­upp­á­kom­ur. Þetta eru kátir karlar og það gengur á ýmsu. Við syngjum síðan á alla­vega skemmt­un­um. Við höfum troðið upp á mörgum árs­há­tíð­um, haldið kirkju­tón­leika, sungið í umferð­ar­mið­stöðvum og í flug­stöð­inni svo eitt­hvað sé nefnt. Sungið á börum, á vinnu­stöðum og í jarð­ar­för­um. Við erum árlegir gestir á svið­inu við ára­móta­brennu í Mos­fellsbæ og höfum í nokkur ár haldið tón­leika á þrett­ánd­anum í Hlé­garði. Engar gift­ingar eða skírnir á afreka­skránni en við erum opnir fyrir öllu. Við erum vel græj­aðir og syngjum öllu jafna í míkró­fóna en okkur þykir líka voða gaman að syngja óraf­magnað þegar aðstæður og hljóm­burður leyf­ir.“

Hvað er á döf­inni hjá ykk­ur?

„Við erum með nokk­ur gigg á döf­inni. Syngjum t.d. á stórri árs­há­tíð í þessum mán­uði. Svo erum við auð­vitað að von­ast eftir að ná að safna fyrir plöt­unni okk­ar. Ef það gengur eftir þá full­vinnum við það sem til er og tökum kannski upp smá í við­bót. Stefnum á að gefa út disk með vor­inu. Það má heita á okkur 3000 krónum og fá diskinn sendan heim þegar hann er til­bú­inn. Disk­ur­inn býðst líka raf­rænn fyrir 2000 króna áheit. Þann 19. mars ætlum við að halda tón­leika í Guð­ríð­ar­kirkju í Graf­ar­vogi. Tón­leik­arnir eru liður í söfn­un­inni því fyrir 4000 króna áheit fá menn miða á tón­leik­ana. Við ætlum að skrúfað aðeins niður og halda raf­magns­litla, lág­stemmda tón­leika. Sumir af okkar fasta­gestum þykir okkur takast best upp þegar þannig ber und­ir. Við stefnum á að vera með píanó­und­ir­leik, áslátt­ar­hljóð­færi og ein­hver huggu­leg­heit. Lofum nota­legum sunnu­dags­eft­ir­mið­degi í kirkj­unni. Bara að skottast inná karolina­fund.com og heita á Stormsveit­ina!“



Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None