Mynd: Bára Huld Beck Kjarninn
Mynd: Bára Huld Beck

Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag

Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.

Snemma árs 2013 tók fimm manna hópur sig sam­an, lagði sparifé sitt inn í nýstofnað félag og stofn­aði fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem fékk nafnið Kjarn­inn miðl­ar. Til­gang­ur­inn var að stofna miðil sem væri óháður hags­muna­öflum og gæti lagt áherslu á gæði og dýpt. Segja færri fréttir en stóru miðl­arnir en segja þær betur og setja sam­fé­lags­leg mál­efni í stærra sam­hengi fyrir les­end­ur. 

Upp­haf­lega var útgáfu­formið staf­rænt viku­legt tíma­rit. Ljóst var frá fyrsta degi að eft­ir­­spurn var eftir efn­inu og efn­is­tök­un­­um. Það var þörf fyrir gagn­rýna, heið­­ar­­lega og fram­­sýna frétta­­mennsku. Trú­verð­ug­­leiki Kjarn­ans mæld­ist mik­ill. 

Form­ið, hið viku­lega staf­ræna rit sem var aðgengi­legt án greiðslu, var hins vegar ekki að virka sem skyldi. Það var ekki að skila sjálf­bærum rekstr­ar­grund­velli. Á þessu tíma­bili unnu stofn­endur launa­lítið eða -laust til að halda útgáf­unni gang­andi.

Rúmu ári eftir fyrstu útgáfu, og 60 útkomin ein­tök, var því skipt yfir í dag­legan frétta­vef. Þannig hefur kjarn­inn í Kjarn­anum verið alla tíð síð­an. Ýmis­legt hefur hlað­ist utan á hann. Morg­un­póst­ur. Hlað­vörp. Vís­bend­ing, Ensk frétta­bréf. 

Og auð­vitað Kjarna­sam­fé­lag­ið, sem hefur frá 2015 verið mik­il­væg­asta stoðin í til­veru Kjarn­ans. 

***

Ég, sem er á meðal stofn­enda og hef rit­stýrt Kjarn­anum frá upp­hafi, lít gríð­ar­lega stoltur um öxl. Á líf­tíma sínum hafa starfs­menn Kjarn­ans verið til­nefndir til blaða­manna­verð­launa á hverju ein­asta ári, og hlotið verð­launin fjórum sinn­um. 

Við höfum markað okkur sér­stöðu hvað varðar umfjall­­anir og grein­ingar um íslensk stjórn­­­mál og efna­hags­­mál á tíma þar sem ríkt hefur for­­dæma­­laus póli­­tískur óstöð­ug­­leiki og eðl­is­breyt­ing hefur orðið á stjórn­­­mál­­um.

Við höfum leitt umfjöllun um sölu Lands­bank­ans á eign­ar­hlut sínum í Borgun, upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna og um nýjar upp­götv­anir vegna einka­væð­ingar Bún­að­ar­bank­ans. Um Leið­rétt­ing­una og áhrif hennar á íslenskt sam­fé­lag

Við tókum þátt í úrvinnslu Panama­skjal­anna. Við birtum lykil­um­fjall­anir í Lands­rétt­ar­mál­inu, meðal ann­ars list­ann yfir ein­kunna­gjöf þeirra sem sótt­ust eftir dóm­ara­emb­ætt­unum, sem breyttu eðli þess máls. 

Við höfum birt umfangs­miklar umfjall­anir um stöðu kvenna í íslensku sam­­fé­lagi (sér­­stak­­lega þegar kemur að stýr­ingu á fjár­­mun­um), umfjall­anir um þær gríð­­ar­­lega miklu sam­­fé­lags­breyt­ingar sem eru að eiga sér stað hér­­­lendis vegna fjölg­unar á erlendum rík­­is­­borg­­urum og umfjall­anir um ójöfnuð í íslensku sam­­fé­lagi. Við vorum leið­andi í umfjöllun um pen­inga­þvætti á Íslandi í aðdrag­anda þess að Ísland var sett á gráan lista vegna þeirrar mein­semd­ar, höfum markað okkur ein­staka sér­stöðu í umfjöllun um umhverf­is-, orku- og lofts­lagsmál og nálg­ast sam­fé­lagið frá sjón­ar­horni neyt­enda í fjöl­mörgum málum

Á síð­ustu árum höfum við fjallað um kyn­ferð­is­brot og kyn­bundið ofbeldi, ítar­lega um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönkum frá sjón­ar­horni almanna­hags­muna, fjallað gríð­ar­lega mikið um það fáveldi sem hefur mynd­ast vegna þess sjáv­ar­út­vegs­kerfis sem rekið hefur verið hér á landi og verið í far­ar­broddi í umfjöll­unum um ýmis athæfi Sam­herja. Þá er ónefnd for­dæma­laus umfjöllun Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg og marg­hátt­aðar afleið­ingar hans. Svo fátt eitt sé nefn­t. 

Þetta hefur ekki alltaf verið auð­velt. Okkur hefur verið hótað lög­sóknum. Fjöl­margar rekstr­ar­hindr­anir hafa verið reist­ar. Vegið hefur verið að æru, fag­heiðri og fram­­færslu blaða­manna sem hér hafa starfað. Í næstum ár hef ég og annar blaða­maður Kjarn­ans verið til rann­sóknar hjá lög­reglu­emb­ætti fyrir það að taka við gögnum sem áttu skýrt erindi við almenn­ing og skrifa fréttir upp úr þeim. 

En þetta hefur allt verið þess virði. Kjarn­inn hefur vaxið og dafn­að. Frá 2019 og út síð­asta ár hafa tekjur meira en tvö­fald­ast og rekst­ur­inn er sjálf­bær. Þetta höfum við gert án þess að stofna til skulda. Með ykkar lið­sinn­i. 

***

Skömmu fyrir jól var greint frá því að aðstand­endur Kjarn­ans og Stund­­ar­innar hefðu náð sam­­stöðu um að sam­eina fjöl­mið­l­ana tvo. Útgáfu­­fé­lög þeirra runnu saman um nýliðin ára­mót og 13. jan­úar verður nýr mið­ill, með nýju nafni, til. 

Kjarna­­starf­­semi hans verður dag­­leg frétta­­síða, á borð við þá sem Kjarn­inn hefur rek­ið, og öflug prentút­­­gáfa sem mun koma út tvisvar í mán­uði. Sam­einuð rit­stjórn verður sú öfl­ug­asta sem fyr­ir­finnst á Ísland­i. 

Mark­miðið með sam­ein­ing­unni er að setja saman öfl­­ugt íslenskt fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki sem stendur að óháðri, vand­aðri, gagn­rýn­inni og upp­­­bygg­i­­legri aðhalds­­­blaða­­mennsku, býður upp á gott starfs­um­hverfi og móta fjöl­­miðil sem getur stækk­­að, vaxið og dafn­að. 

Til við­bótar stendur til að breikka efn­is­tök, fjölga leiðum til að miðla efni og vera með sterk­ari rödd í íslensku sam­fé­lag­i. 

Sam­eig­in­lega útgáfu­fé­lagið verður með afar dreift eign­ar­hald og að hlut­hafa­hópi hans stendur fólk úr öllum áttum sem deilir því mark­miði að vilja frjálsa og öfl­uga fjöl­miðla sem hafa getu til að skipta máli og burði til að veita ráða­mönnum hverju sinni við­eig­andi aðhald. 

Alls verða ein­stak­ling­arnir í eig­enda­hópnum á fjórða tug tals­ins og eng­inn einn hlut­hafi mun eiga yfir tíu pró­sent hlut. Algjör ein­ing er um það innan hóps­ins að allar við­bót­ar­tekjur sem falla til fara í að efla rekst­ur­inn. 

Með öðrum orðum þá verður allt það sem fékk ykkur til að ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið áfram til stað­ar. 

***

Ég vil nota tæki­færið á þessum tíma­mótum til að segja takk fyr­ir. Án ykkar hefði ekki orðið neinn Kjarni. Það sem við höfum gert, gerðuð þið okkur kleift að ger­a. 

Við mótun nýja mið­ils­ins verður leitað til almenn­ings um hug­­mynd­ir, ábend­ingar og leið­­sögn. Þeir sem vilja halda áfram að styrkja okkur með þeim hætti sem þið hafið gert hingað til gerið það ein­fald­lega áfram án þess þurfa að gera nokk­uð. Þið getið líka gerst áskrif­endur að nýja miðl­inum með því að skrá ykkur á slóð­inni kjarn­inn.­­stund­in.is

Þar er hægt að nálg­ast allar helstu upp­lýs­ingar um sam­ein­ing­una og það sem þegar liggur fyrir um nýjan mið­il. Þar geta les­endur líka komið á fram­færi ábend­ingum og hug­myndum fyrir nýjan mið­il. 

Það er ekki hægt að setja verð­miða á óháða blaða­mennsku. Hún er ómet­an­leg, en hún er ekki ókeyp­is. Frjáls­ir, hug­rakkir fjöl­miðlar gegna að okkar mati lyk­il­hlut­verki í því að við­halda lýð­ræð­inu og stuðla að heil­brigðri þjóð­fé­lags­um­ræðu.

Við bjóðum ykkur með í þetta ferða­lag.

Með þakk­læt­is­kveðju, 

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans og annar rit­stjóri nýs mið­ils. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFólk