Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót

Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.

Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Auglýsing

Ein­búa­virkjun í Skjálf­anda­fljóti, sem er áformuð í Bárð­ar­dal í Þing­eyj­ar­sveit, myndi raska eld­hrauni sem nýtur sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd og forð­ast ber að raska nema vegna brýnna hags­muna sem í grein­ar­gerð með núgild­andi nátt­úru­vernd­ar­lögum hafa verið túlk­aðir sem brýnir almanna­hags­mun­ir. „Skipu­lags­stofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauð­syn fyrir röskun hrauns­ins og telur stofn­unin að setja verði það sem skil­yrði við leyf­is­veit­ingar að mun ítar­legri rök­stuðn­ingur liggi fyr­ir.“



Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti stofn­un­ar­innar á mats­skýrslu Ein­búa­virkj­unar ehf. sem fyr­ir­hugar 9,8 MW rennsl­is­virkjun í landi jarð­anna Kálf­borg­arár og Ein­búa í Bárð­ar­dal. Eina­búa­virkjun yrði fyrsta virkj­unin í Skjálf­anda­fljóti en tvær virkj­ana­hug­mynd­ir, Fljóts­hnúks­virkjun og Hrafna­bjarga­virkj­un, eru í vernd­ar­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­unar en þings­á­lykt­un­ar­til­laga þar um hefur nú beðið afgreiðslu á Alþingi í fjögur ár. Ein­búa­virkjun fellur hins vegar ekki undir ákvæði laga um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun (ramma­á­ætl­un) þar sem hún er undir 10 MW að upp­settu afli.

Auglýsing



Ein­búa­virkjun ehf. er í eigu Hilm­ars Ágústs­sonar og Krist­jáns Gunn­ars Rík­harðs­sonar í gegnum félögin Kepler ehf. og SIKMAS ehf. Mark­mið Ein­búa­virkj­unar ehf. er að „stuðla að arð­bærri fram­leiðslu raf­magns á Norð­ur­landi sem leitt geti til áfram­hald­andi vaxtar og upp­bygg­ingar atvinnu­lífs á svæð­in­u,“ segir í mats­skýrslu.



Við virkj­un­ina stendur til að nýta 24 metra fall á um það bil 2,6 kíló­metra kafla Skjálf­anda­fljóts. Sam­kvæmt hug­myndum virkj­un­ar­að­ila verður reist það sem í mats­skýrslu er kallað yfir­fall, 185 metra og 1,6 metra hátt, þvert yfir fljót­ið. Þar sem ekki mynd­ist uppi­stöðu­lón við virkj­un­ina sé ekki um stíflu að ræða. „Yf­ir­fall við inn­tak hennar myndar mót­stöðu við rennsli Skjálf­anda­fljóts sem beinir hluta rennsl­is­ins til virkj­un­ar­inn­ar,“ segir í skýrsl­unni. Vatni verði veitt úr yfir­fall­inu um 1,3 kíló­metra langan aðrennsl­is­skurð að stöðv­ar­inntaki. Stöðv­ar­hús á að reisa skammt neðan við inn­takið og þaðan verður frá­rennsli veitt um 1,3 kíló­metra langan veg út í Skjálf­anda­fljót til móts við bæinn Ein­búa.

Tilhögun A. Virkjun með aðrennsli í skurði og frárennsli í jarðgöngum og skurði. Mynd: Matsskýrsla



Í mats­skýrslu Ein­búa­virkj­unar ehf., sem unnin er af Ver­kís, eru lagðir fram tveir kostir um til­högun virkj­un­ar­inn­ar, ann­ars vegar kostur A sem gerir ráð fyrir að frá­veita frá stöðv­ar­húsi verði að hluta í jarð­göngum en veita aðrennslis og frá­rennslis að öðru leyti í skurði og hins vegar kostur B sem geri ráð fyrir að veitu­leiðir verði ein­göngu í skurði. Yfir­fallið mun beina vatni inn í aðrennsl­is­skurð virkj­un­ar­innar og við mynni skurð­ar­ins verður reist inn­taks­virki með lokum og þar fyrir framan stað­sett um 25 m langt ísfleyt­ing­ar­yf­ir­fall (krapafleyta) sem hindrar að rekís og krapi ber­ist inn í aðrennsl­is­skurð­inn. Fram kemur að byggður verði fiski­stigi við vest­ur­bakka fljóts­ins til að tryggja að yfir­fallið hindri ekki göngu hrygn­ing­ar­laxa.



Frá inn­taks­virki við fljóts­bakk­ann er gert ráð fyrir að grafa og sprengja rúm­lega eins kíló­metra langan aðrennsl­is­skurð í landi Kálf­borg­arár og mun hann að miklu leyti liggja um tún bæj­ar­ins.

Horft til vesturs frá Bárðardalsvegi eystri frá þeim stað sem yfirfallið verður staðsett. Handan Skjálfandafljóts er bærinn Hlíðarendi. Mynd: Matsskýrsla



Upp­tök Skjálf­anda­fljóts, sem er jök­ul­skotin dragá, eru í Tungna­fellsjökli og Vatna­jökli, 178 kíló­metra frá ósi og vatna­svið þess er áætlað tæp­lega 4.000 fer­kíló­metr­ar. Jök­ul­vatnið kemur úr Bárð­ar­bungu Vatna­jök­uls og úr Tungna­fellsjökli, lind­ar­vatn víðs vegar úr Ódáða­hrauni í austri og mest drag­vatn kemur úr vestri, af Sprengisandi og úr vest­ur­hlíðum Bárð­ar­dals.



 Með­al­rennsli Skjálf­anda­fljóts á fyr­ir­hug­uðum virkj­un­ar­stað er áætlað um 88 m3/s. Virkjað rennsli yrði 47 m3/s. Rennsli er öllu meira á sumrin en á vet­urna en vatns­rennslið yfir vet­ur­inn er að með­al­tali um 55-60 m3/s. Virkj­un­ar­að­ili hyggst tryggja að rennsli um áhrifa­svæði verði aldrei minna en 6 m3/s.

Mun rýra vernd­ar­gildi Skjálf­anda­fljóts



Nátt­úru­vernd­ar­nefnd Þing­ey­inga, sem var einn umsagn­ar­að­ila í skipu­lags­ferli fyr­ir­hug­aðrar virkj­un­ar, benti í umsögn sinni á að það sem lá til grund­vallar til­lögu um friðun Skjálf­anda­fljóts hafi verið að rennsl­is­stýr­ing hafi í för með sér nær algera röskun á jarð­fræði­legu ferli. „Stífla Ein­búa­virkj­unar í Skjálf­anda­fljóti muni hamla því að vatn, aur og ís renni óhindrað eftir far­vegi Skjálf­anda­fljóts með þeim hætti sem nú er,“ segir í umsögn­inni. Stíflan leiði til þess að stór hluti rennslis fljóts­ins verði tekið úr far­vegi árinnar á tæp­lega þriggja kíló­metra löngum kafla. Á þeim kafla muni far­veg­ur­inn standa nær vatns­laus við lág­marks­rennsli að vetri og ekk­ert vatn muni þá flæða yfir stífl­una. „Ein­búa­virkjun muni rýra vernd­ar­gildi fljóts­ins veru­lega. Líta verði til þess að tjón af fyrstu virkjun er hlut­falls­lega meira en þeirra sem á eftir koma. Því ætti Ein­búa­virkjun að hald­ast í hendur með öðrum virkj­un­ar­kostum í Skjálf­anda­fljóti sem voru metnir í ramma­á­ætlun 3.“

Auglýsing



 Í áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­skýrsl­unni kemur fram að skýrslan upp­fylli að mestu skil­yrði laga og reglu­gerðar um mat á umhverf­is­á­hrifum og að umhverf­is­á­hrifum hafi verið lýst á full­nægj­andi hátt. Óvissa sé þó um hvernig eigi að við­halda því aur­magni sem berst á nátt­úru­legan hátt þrátt fyrir stíflun Skjálf­anda­fljóts og veru­legri skerð­ingu á rennsli árinnar á kafla, auk þess sem óvissa er um áhrif á lax og straumönd.



Í álit­inu er bent á að fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir, hvort sem til­högun A eða B verður fyrir val­inu, hafa nokkuð nei­kvæð áhrif á gróð­ur, m.a. á vist­gerðir sem hafi mjög hátt vernd­ar­gildi. Þar sem þessi gróð­ur­svæði eru talin vera um 4 hekt­arar af öllu áhrifa­svæði virkj­un­ar­innar lítur Skipu­lags­stofnun hins vegar ekki svo á að vot­lendið sem fyrir raski yrði falli undir sér­staka vernd sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir aðrennslisskurð. Mynd: Matsskýrsla



Aðra sögu er að segja um jarð­mynd­anir en Bárð­ar­dals­hraun, hulið gróðri og jarð­vegi, er innan fyr­ir­hug­aðs fram­kvæmda­svæð­is. Hraunið nýtur sér­stakrar verndar og telur stofn­unin að um verði að ræða áhrif sem séu umfangs­mik­il, óaft­ur­kræf og líta megi á sem tals­vert nei­kvæð. Þá myndi virkj­unin hafa nei­kvæð áhrif á fugla, bæði vegna rasks og ónæðis á fram­kvæmda­tíma sem og þar sem fuglar glata búsvæðum sínum að fram­kvæmdum lokn­um.



Skipu­lags­stofnun telur ljóst að Ein­búa­virkjun myndi verða inn­grip í vatnafar Skjálf­anda­fljóts og hafa nei­kvæð áhrif á það vegna skerts rennsl­is, einkum að vetri til. Líta beri þó til þess að um hlut­falls­lega stuttan kafla fljóts­ins sé að ræða. Hins vegar telur stofn­unin óvissu uppi um áhrif virkj­unar á nátt­úru­legan aur­burð fljóts­ins og leggur áherslu á mik­il­vægi vökt­unar á þessum þætti ef af virkjun verð­ur.

Yfirlit yfir aðrennslisskurð um land Kálfborgarár. Brýr verða gerðar á þeim stöðum sem aðrennslisskurðurinn þverar þjóðveginn og heimreið að bæjarhúsum Kálfborgarár. Aðkomuvegur að tengivirki og stöðvarhúsinntaki verður með vesturbakka skurðarins. Mynd: Matsskýrsla



Skipu­lags­stofnun telur að helstu nei­kvæðu áhrif fram­kvæmd­ar­innar felist í breyttu yfir­bragði nær­svæðis virkj­un­ar­innar með til­komu ýmissa mann­virkja sem koma til með að breyta ásýnd hefð­bund­ins land­bún­að­ar­hér­aðs í svæði sem ber ein­kenni iðn­að­ar­svæðis „með umfangs­miklum skurðum fyrir aðveitu og frá­veitu, stöðv­ar­hús, vegum og brúm sem og stíflum og inn­taks­virkj­um, auk aur­skol­un­ar­mann­virkja sem stinga að öllu leyti í stúfa við það umhverfi sem er á svæð­inu við núver­andi aðstæð­ur­“.  Segir í áliti stofn­un­ar­innar að skurð­irnir muni hafa nei­kvæð­ustu áhrif á ásýnd og yfir­bragð auk þess sem rennsli fljóts­ins á kafla yrði aðeins brot af nátt­úru­legu rennsli sem myndi hafa var­an­leg áhrif á ásýnd og lands­lag.



Ein­búa­virkjun ehf. hefur vísað til þess að að kostn­aður við gerð aðrennslis í pípu sé of hár til að arð­semi næð­ist af fram­kvæmd­inni. Að mati Skipu­lags­stofn­unar er það þó æski­legur fram­kvæmda­kostur með til­liti til umhverf­is­á­hrifa að gera ráð fyrir að- og frá­rennsl­is­göng­um/-­pípum eins og frekast er kost­ur. Er það því nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar að umhverf­is­á­hrif af val­kosti A, þar sem gert er ráð fyrir jarð­göngum að hluta, séu minni en af val­kosti B. Ætti því að gera til­högun A að aðal­val­kosti, sýni rann­sóknir á jarð­lögum fram á að slíkt sé ger­legt. Ætti fram­kvæmda­að­ili að leggja fram gögn sem sýna fram á að slíkt sé ekki hægt, verði það raun­in. Minnir stofn­unin á að það sé hlut­verk sveit­ar­fé­lags, í sam­vinnu við fram­kvæmda­að­ila, að fylgja þessu atriði eftir við deiliskipu­lags­gerð og und­ir­bún­ing fram­kvæmda­leyf­is.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent