Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Bremen

DSCF3439-copy1.jpg
Auglýsing

Ég vakti fram­eft­ir. Við höfðum net í rút­unni og ég var lang­síð­astur í koju, enda lang­síð­astur á lappir í gær. Ég horfði á vídeó og gerði alls­konar mis­gáfu­lega hluti sem maður gerir á inter­net­inu. Þynnku­dauður og hálf­tóm­ur. Svo fór ég bara að sofa. Rútan hreyfði sig úr stað fljót­lega eftir það en ég man ekki mikið meira. Ég var ekki full­ur. Ég var bara þreytt­ur. Og bug­að­ur.

Núna erum við í Bremen og klukkan er 1.09. Mér skilst að brott­för sé klukkan tvö. Ég ætti senni­lega að vera úti að drekka því hér um borð í rút­unni er ekk­ert að ger­ast. Robert er sof­andi, Þrá­inn er að remb­ast við Meist­ara­deild­ar­titil og Flex er að spila nam­mikrams­leik af Frozen-­gerð. Hann var að lýsa því yfir að þetta væri erfitt. Þetta er ekki nokk­urt vit. Ég ætla að kíkja útfyrir og sjá hvort ég finn ekki partý. Já, ég er í stuði, það að er skammt stórra högga á milli. Sjáum til, sjáum til.

Snæ­björn fann partí og söngv­ari Elu­veite bauð upp á eðal­vodka til að launa allt Opalið sem við höfum deilt fal­lega með sam­ferða­fólki okk­ar.  Það síð­asta sem hann sagði áður en ég rétti honum sneisa­fullt hvítvíns­glas af þessu góð­gæti var “æji vilt þú ekki bara klára blogg­ið”.  Ég held hann hafi verið að grín­ast en það er bannað að breyta.

Auglýsing

Pitturinn! Pitt­ur­inn!

Þetta var gott gigg.   Við fengum því reyndar seinkað um hálf­tíma þar sem stað­ar­hald­arar höfðu aug­lýst að her­leg­heitin ættu að byrja kl 20:00 en skikkað okkur á svið hálf­tíma fyrr.  Það sama var víst upp á ten­ingnum í gær sem er óþol­and­i.  Les­endur fyrri blogga muna kannski eftir því að þetta gerð­ist líka á síð­asta túr í Vín­.   Þar fengum við kvart­anir frá fólki sem hafði komið að sjá okkur en rétt náð sein­asta lag­i.   Nú höfum við Flexa með okkur sem barði í borðið og fékk þessu breytt. Mik­il­vægur maður hann Flexi okk­ar,  Tibor sem heldur um stjórn­ar­tauma ferða­lags­ins var með okkur í liði í þessu.  Reyndar eru allir orðnir mann­eskju­legri og búnir að átta sig á því að það sem er gott fyrir okkur er líka gott fyrir túr­inn.  Þetta er það sem við leggjum út með í hvert sinn að vinna okkur inn virð­ingu og traust allra sem með okkur ferð­ast með því að skila okkar 100% á hverju kvöldi og vera almennt við­kunna­legir og lausir við vesen og við virð­umst hafa landað því í enn eitt skipt­ið.  Brem­en­búar voru kátir og í stuði fullur salur og við spil­uðum eitt af okkar bestu giggum til þessa.  Fal­legt fólk og alveg til í að skemmta sér með hljóm­sveit sem fæstir höfðu heyrt í.

Eftir gigg var slegið upp fót­bota­spils­móti sem byrj­aði sak­leys­is­lega en keppn­is­skapið var fljótt að hlaupa í menn.  Þeir svilar kepptu við mig og Baldur fyrstu leik­ina og strax í öðrum leik var alveg ljóst að hér voru menn ekki að skemmta sér.  Þetta var ekki leikur þetta var stríð,  mik­ill sviti, og sterkar til­finn­ing­ar.  Áður en bandið leyst­ist upp var ákveðið að skora á rúss­ana í lands­leik sem skemmst er frá að segja að við rúst­uð­u­m.   (JGJ)

Klukkan er 1.58. Þetta var allt saman ljóm­andi. Jón Geir lýsti þessu mjög vel hér að ofan. Ég er þétt­á­gæt­ur, þetta var skemmti­legt. Og núna erum við í rútu. Ég veit ekki hvar Baldur er en við hinir erum hér frammí. Robert var að búa sér til kaffi, núna er Gunni að búa til kaffi halda okkur hin­um. Stóra rútan var að leggja frá, við keyrum um leið og Robert er búinn að koma sér fyr­ir. Við erum í Bremen og hér var gaman að spila. Hér höfum við ekki spilað fyrr. Land­vinn­ing­ar.

Þessi dagur var alveg týpískur túr­dag­ur. Ég sá ekk­ert hér í borg. Ég sá ekki einu sinni fremri helm­ing­inn af tón­leika­staðnum fyrr en ég fór að pissa eftir gigg. Baldur var að kúldr­ast hér inn í rút­una rétt í þessu, hann var að brenna þá sokka sem fund­ust á gólf­inu í dag. Þetta er orðið ákveðið ritúal. Ekki skilja sokk­ana eftir á gólf­inu, þá hendir Robert þeim út á plan, Baldur pikkar þá upp og brennir þá.

Mað­ur­inn sem keyrir sendi­bíl­inn, sá sem við munum ekki hvað heitir en varð þess vald­andi að við settum ekki röra­sprengju í tank­inn á bílnum hans, hann er skemmti­leg­ur. Maður á miðjum aldri og pass­lega talandi á ensku. Á rauð­víns­fyll­er­ínu í Barcelona pikk­aði hann upp eitt orð á íslenska tungu. Hvern ein­asta morgun mætir hann okkur og segir af festu: „Hérna!” Hérna. Hið nýja halló. Í hina átt­ina má nefna að Marci, mónitor­maður allra tíma, býður okkur aldrei skál nema að segja: „Ekki segj’etta“. Hann er reyndar að tala sitt móð­ur­mál, ung­versku, en þetta hljómar víst svip­að. Skál það er að segja. Skál á hans tungu.

Og hér fékk ég kaffi. Nýmalað kaffi. Ég veit ekki hvað við gerum eftir að Gunni hverfur frá okk­ur, hann er kaffi­meist­ari rút­unnar og gerir hlut­ina vel. Jebb, við eigum bara tvö gigg eftir með Gunna. Meira um það síð­ar.

Bibbi, þungur á brún, en þó léttur í lund. Bibbi, þungur á brún, en þó léttur í lund.

Túr­inn er rétt að verða hálfn­að­ur. Þetta er alltaf tím­inn þar sem byrjar að hrikta í. Margar vikur bún­ar, margar vikur eft­ir, nýja­brumið horfið og dag­arnir eins. Við höfum svo­lítið verið að ríf­ast síð­ustu daga. Ekki kannski ríf­ast, en alla­vega kíta. Ég varð til dæmis vitni að því að Flexi og Þrá­inn voru ekki sam­mála um hvernig raða ætti dót­inu í kerruna. Hvor­ugur hafði rangt fyrir sér. Og það er hérna sem skilur að. Nú þurfa menn að leggja sig fram við að þola hvern ann­an. Og það gengur vel. Öll deilu­mál eru tækluð um leið og þau koma upp og allir gera sitt allra besta. Nákvæm­lega núna er tím­inn þar sem ég sann­fær­ist um að Skálmöld er besta hljóm­sveit í heimi. Hér sitjum við allir frammí, klukkan sýnir mér 2.18, og við vorum að leggja af stað. Hvert eitt og ein­asta gigg á þessum túr hefur verið frá­bært og það er bara vegna þess að við látum það ger­ast, stemn­ingin er alger og allt þetta hreinlega eitt­hvað sem er ekk­ert minna en for­rétt­indi að fá að upp­lifa. Við erum allir gríð­ar­lega ólík­ir, höfum mis­jöfn gildi og skyld­ur, eigum okkar líf heima sem þarf að sinna og allir leggja sig fram við það. Í sam­vinnu við hið frá­bæra fólk sem okkar bíður heima leggjum við það á okkur af fullum áhuga að kúldr­ast í þröngri rútu til að spila fyrir þá sem vilja heyra. Nú rétt í þessu leit ég upp frá tölv­unni. Hér allt í kringum mig sitja bestu menn sem ég hef kynnst. Við höfum eitt mis­sjón, mis­sjónið að vera besta hljóm­sveit í heimi og skemmta okkur á með­an. Von­andi náum við að deila erind­inu með sem flest­um, en hvernig sem fer þá er nákvæm­lega þessi stund hér í rút­unni það sem máli skipt­ir. Hér eru vinir á ferð, vinir sem hafa eitt sam­eig­in­legt mark­mið. Ég óska öllum þess að upp­lifa eitt­hvað þessu líkt í líf­inu. Nú ætla ég að hætta að skrifa og skála við vini mína. Þetta var góður dag­ur. Fábrot­inn vissu­lega, en alger­lega frá­bær.

Meist­ara­legt dags­ins: Núna.

Sköll dags­ins: Ekk­ert. Ég er bara glað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None