Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Búdapest

DSCF3258-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Þessi dagur var nú alger­lega tíð­inda­laus myndi ég segja. Ég vakn­aði sirka 14.00 og þá var sánd­tékk í nánd. Þá reyndar voru bæði Halli og Þrábi í bænum en komu með hraði. Við tékkum venju­lega miklu seinna en þetta en sökum þess að tvö auka­bönd spil­uðu í dag þurfti að flýta öllu. Það gekk svo bara að venju og lítið að frétta, fyrir utan lykt­ina. Ég veit ekki hvað er falið undir þessu sviði en það eru senni­lega lík. Mörg lík. Og þau eru á versta tíma rotn­un­ar. And­skot­ans óþefur og stækja. En þetta gekk svo auð­vitað bara.

Ég sem sagt fór ekki neitt í dag. Þeir fóru fjórir í bæinn eftir tékk, Halli, Jón, Flexi og Þrá­bi, en við urðum eftir í slak­an­um. Ég held að ég hafi nú ekki gert neitt af viti. Við bara bið­um. Lókal­böndin byrj­uðu reyndar mjög snemma og ég tékk­aði aðeins á þeim. Þau voru svo sem ekk­ert frá­bær. Fyrra bandið gladdi okkur hins­vegar alla en þá fyrir þær sakir að flokk­ur­inn er nefndur Kylfing­ar. Það er ógeðs­lega fynd­ið. Við höfðum ekki í okkur að segja þeim íslenska merk­ingu orðs­ins og svo kom reyndar í ljós að þeir eru taum­lausir Skálmald­ar­-að­dá­end­ur. Fínir krakkar aldeil­is. Klukkan hálf8 skund­uðum við svo bara á svið og gerðum stykkin okk­ar. Og þau voru bæði stór og fal­leg. Við vorum hér í þriðja skipti á þessum stað og það leyndi sér alls ekki. Fullur salur af fólki sem var komið til að skemmta sér og gerði það frá fyrstu sek­úndu. Pytt­ur, hnef­ar, hár og bros. Við biðjum ekki um meira. Við lentum í kómískum tækni­vand­ræð­um. Gít­ar­inn hans Bald­urs hljóm­aði svo­lítið eins og geim­skip í fyrstu lög­un­um. Hann náði svo að tækla ves­enið þegar hann komst að því að græjan hans hafði van­stillst lítið eitt og ofan á hans hefð­bunda sánd lagð­ist effekt sem fram­leið­and­inn hefur kallað Ping Pong. Ógáfu­lega súpa það. Það hafði þó ekk­ert að segja og giggið var frá­bært frá upp­hafi til enda.

Auglýsing

Metall! Metall!

Ég hitti svo alveg fjölda fólks. Heima­fólk er skemmti­legt og vill spjalla. Margir höfðu séð okkur áður og nokkrir voru í bolum frá þeim tón­leik­um. Mynda­tökur í hámarki, árit­anir hægri og vinstri og handa­bönd að rokk­aras­ið. Skemmti­legt en svo­lítið lýj­andi.

Ég tók til í dót­inu mínu áðan. Ég á sirka pass­legt magn af hreinum fötum til að lifa túr­inn af utan þess að ég er enn og aftur sokka­laus. Ég sit til dæmis í rút­unni núna og finn slepju­legan svit­ann nudd­ast innan í Con­ver­se-­skóna. Ég veit ekki hvernig þetta stenst allt sam­an. Ég skipti vissu­lega um sokka dag­lega en ég trúi því ekki að þeir eigi allir að vera bún­ir. Ætli ég komi ekki heim á sunnu­dag­inn og upp­götvi eitt­hvað leyni­hólf með hreinum sokk­um. Eða bara eitt­hvað. Þetta meikar ekk­ert sens.

Klukkan er 00.44 og sumir okkar í rútu. Nú dílum við við reglu­legt vanda­mál, við erum svang­ir. Þessi dagur féll ein­hvern­veg­inn þannig að við erum allir glor­hungr­aðir og það er þrúg­andi ástand þegar mag­arnir eru svona stórir og skapið jafn­vel enn stærra. Við maulum súkkulaði, drekkum bjór og blót­um. Það verður áhuga­vert að sjá hvar þetta end­ar. Mér skilst að brott­för sé ekki fyrr en klukkan átta því það ku stutt yfir til Brat­islava hvar við spilum á morg­un. Slóvakía. Þangað hef ég aldrei komið svo þar get ég krossað við.

Kló­settin hér voru með svona stalli. Ég lenti í því í dag að kúka mjög heil­brigðum kúk. Svona ster­eótýpískum dólgi sem hangir fal­lega saman og lítur vel út. Lítur vel út segi ég því ég gat svo sann­ar­lega virt hann fyrir mér þegar ég var stað­inn upp. Afköstin voru reyndar svo óskap­leg að ég þurfti að standa upp á meðan ég var að skila af mér því ég náði snert­ingu áður en allt hafði skilað sér. Frjáls­í­þrótta­lærin komu sér nú aldeilis vel þá og svo fann ég hann svona velta út á hlið og strjúkast við vinstri kinn­ina. Þetta er nú bara kjána­legt, og mikið verra. Kannski hefur fólk hér ekki jafn góðan melt­ing­ar­veg og ég sem alinn var upp á ýsu og slátri, en ef svo er vor­kenni ég þeim öll­um. Svona þegar ég velti þessu fyrir mér gæti þetta skýrt ólykt­ina undan svið­inu. Heima­fólk velur sér senni­lega aðra staði en stallakló­settið til að kúka á.

Það stytt­ist. Þrjú gigg eft­ir. Heim­ferð á sunnu­dag­inn ef veð­ur­vættir lofa en nú hefur enn einu veðr­inu verði spáð. Ég fer örugg­lega að gráta ef flug­inu verður frestað. Og núna? Ég veit það ekki. Við verðum víst öll hér á plan­inu þar til í fyrra­mál­ið. Sjáum til hvort ein­hver er í stuði. Og á jafn­vel mat.

Meist­ara­legt dag­ins: Kylfing­ar.

Sköll dags­ins: Hung­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None