Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Madríd

DSCF3481.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Madríd



Tvennt sem þarf að hreinsa upp. Ég er búinn að hugsa þetta tals­vert með Hross í oss sem ég horfði á í flug­vél­inni (sjá fyrstu færslu þessa túr­bloggs). Þessi mynd er meist­ara­snilld. Alger. Hún er full­kom­lega frá­bær. Og hitt: Þegar ég sagði að við ættum að lauma sprengju í tank­inn á send­bílnum sem ferjar trommu­pall­inn hans Merl­in; það gengur alls ekki. Þegar við drukkum þessar 13 rauð­víns­flöskur sem rætt var um í Barcelona deildum við vín­inu með síð­grá­hærðum meist­ara­manni yfir miðjum aldri sem keyrir þann bíl. Hann er rokk­ari af lífi og sál og hefur unnið við geir­ann í senni­lega hart­nær hálfa öld. Upp­á­halds­hljóm­sveitin hans er Krokus. Það þarf nú ekki mikið meira til. Við þurfum að finna aðra leið til þess að tor­tíma trommu­geim­skip­inu hans Merl­in.

DSCF3665 copy Baldur Ragn­ars­son er hér, í öllu sínu veldi. Eða svona mest öllu.

Ég fór næst­síð­astur að sofa í gær. Þá var Baldur á brók­inni að leika apa. Robert fannst það nú bara mest­megnis skemmti­legt, alveg þangað til litli bróðir fór að hanga í gír­stöng­inni. Þá fór ég að sofa og klukkan var sirka eitt. Baldur sagði mér í dag að hann hefði farið í koju undir fjög­ur. Ég hef engin smá­at­riði en von­andi hefur Robert tekið Tarzan-­leiknum vel. Við komumst alla­vega lif­andi á leið­ar­enda.

Auglýsing

Ég svaf lengi. Ég var alveg grjót­aður framan af en vakn­aði um átta til að pissa. Þá var albjart, rútan stopp og eng­inn á ferli. Ég fór út og slak­aði af mér og horfði út á ljóm­andi fal­legan akur. Næst vakn­aði ég við gíra­skak í Madrid­ar-­borg og klukkan langt eftir hádegi. Við áttum í örlitlum erf­ið­leikum með að finna tón­leika­stað­inn, Robert orð­inn pínu ferða­þreyttur og stefnu­laus sím­töl Böbba við tón­leika­hald­ara, sem töl­uðu ekk­ert af þeim tungu­málum sem við skiljum þokka­lega, skil­uðu sama og engu. Þetta end­aði nú allt saman ágæt­lega á end­an­um, inn­gang­ur­inn í venjúið reyndar óþol­andi og við þurftum að bera hljóð­færin bæði inn og svo aftur út núna í kvöld, óþægi­lega langa leið.

Þetta var fínt venjú. Við fengum svolitla aðstöðu og ég náði jafn­vel inter­neti um stund. Stað­ur­inn var ágæt­lega búinn en sviðið var ofboðs­lega lít­ið. Fljótt á litið fannst mér hálf­ó­mögu­legt að ætla að við myndum kom­ast þarna fyr­ir. Og þó hafði Merlin sleppt því að setja upp trommu­pall­inn. Deeeeeeeeejók! Trommu­pall­ur­inn var þarna sem aldrei fyrr og át upp svo sem 62% af svið­inu. Ég vildi óska að ég væri að ýkja mikið með þessi hlut­föll en svona óskap­legt er þetta nú samt. Við redd­uðum þessu öllu saman með því að þröngva mónitor­unum fram á bassa­boxin sem stóðu framundan sviðs­brún­inni. Sviðs­hænan sem stóð í stór­ræðum við að tengja alls­konar snúr­ur, mæka og dærekt­box, fékk aðeins að kenna á Flex­anum þegar hún var ekki full­kom­lega með á nót­un­um. Það end­aði þó allt í ljóm­andi bróð­erni því lókal­fólkið var allt af vilja gert og stóð vakt­ina af eld­móði. Til að mynda nálg­að­ist okkur náungi, léttur sem hind á vor­degi, og vildi fá að hengja upp bakk­droppið fyrir okk­ur. Við tókum því vit­an­lega fagn­andi. Hann var rétt að klára þá aðgerð þegar við stigum niður af svið­inu eftir hljóðpruf­una. Þá gæfði yfir svið­ið, í fal­legri speg­il­skrift, fáni með áletr­un­inni DLÖMLÁKS. Það var of fyndið til þess að breyta því og umrædd hind veit senni­lega ekki enn að eitt­hvað hafi klikk­að. Hljóm­sveitin Dlömláks lék fyrir dansi í kvöld. Eða reyndar eig­in­lega ekki. Trommu­pallu­inn hans Merlin hefur nefni­lega tvo svona risa­stóra hlið­ar­vængi sem teygja sig hátt til lofts og eru brúkaðir undir leik­tjöld þeirra Elu­veiti­e-krakka. Þeir skyggja svolí­tíð mikið á bak­tjaldið okkar hvert ein­asta kvöld. Sann­asta sagna vorum við hljóm­sveitin ÖMLÁ í kvöld. Og þá vænt­an­lega ÁLMÖ á morg­un. Nema að hindin mæti til leiks á ný.

DSCF3554 copy Hér eru átta hljóð­færa­leik­arar á svið­inu. Þung­arokkið í allri sinni dýrð.

Giggið var alveg ljóm­andi. Spán­verjar eru skemmti­leg­ir. Við spil­uðum fyrir fullu húsi og ég held bara að allir hafi skemmt sér mjög vel. Þetta var eig­in­lega alveg meist­ara­legt gigg. Þetta var akkúrat svona gigg þar sem við sjáum til þess að stóru böndin eigi erfitt með að koma á eftir okk­ur. Ég var stoltur af band­inu mínu eftir þetta gigg. Þegar svona gengur erum við besta band í heimi. Aldrei slakað á og allt lagt und­ir.

Við fengum heim­sókn. Svo óskap­lega mik­il­væga heim­sókn. Yngvi Leifs­son, Hús­vík­ingur og stór­vinur okk­ar, mætti í stuð­inu í. Hann á heima á Spáni en lagði á sig tals­verða ferð til þess að sækja okkur til Madrid. Hafi fólk lagt blogg­færsl­urnar frá því í fyrra á minnið má finna munstur því hann gerði slíkt hið sama þá. Yng­vi, sem við köllum gjarnan Lopa í dag­legu tali, er alvöru vinur okkar og mér þótti alveg óskap­lega gaman að hitta hann. Það er þetta með fólkið sem breytir manni, þó ekki sé nema að litlu leyti, á lífs­leið­inni. Við fórum svo saman út að borða, örlítið í bjór og alls­kon­ar. Lopi seg­ist vera að leita fyrir sér undir nafn­inu Lopez hér á Spáni. Það er fynd­ið.

Já, rótið af tón­leika­staðnum var svo bara svipað óþol­andi og rótið inn. Við þurftum að rölta með okkar haf­urtask í rút­una og þar kvöddum við Lopann með virkt­um. Nú er klukkan 1:21 og við höfum verið á keyrsl­unni í kannski klukku­tíma. Framundan er Tou­louse og þangað er langur akst­ur. Robert sáum við lítið eða ekk­ert í dag, hann stakk af og eyddi deg­inum með vini sín­um. Við vorum nú rétt í þessu að stoppa í vega­sjoppu og erum allir vak­andi. Hér hljómar mis­gáfu­leg tón­list og við erum allir vak­andi. Þetta er lífið og hér er gam­an.

Jámm, núna er ég búinn að pissa og við lagðir af stað aft­ur, Robert tók olíu og við burst­uðum allir tenn­urn­ar. Baldur hélt upp­teknum hætti og brenndi á sokka sem hann fann á rútu­gólf­inu. Hann hengir þá á trommu­kj­uða og kveikir í með tákn­rænum hætti. Við erum allir í rútu og erum að leggja í hann aft­ur. Ég, Bald­ur, Gunni og Jón eru frammi, hinir eru farnir í koju. Gunni var að kveikja á Bad Religion. Ég ætla að drekka pínu meira.

Meist­ara­legt dags­ins: Lop­inn.

Sköll dags­ins (samt ekki): DLÖMLÁKS.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None