Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Rennes

DSCF3530-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Rennes



Klukkan er 22.07. Ég er blaut­ur. Þetta var heitasta giggið á túrnum hingað til, við vorum rétt að segja að klára, hlóðum draslinu í kerru í snar­hasti og nú heyri ég að Arkona er að hefja leika. Það er alveg með ólík­indum hversu mikið ég get svitnað á 45 mín­útum og það vinnur ekki með neinum í svona úthaldi þar sem sturtur eru lúx­us­að­staða. En þetta var gam­an. Mjög gam­an. Eins og reyndar öll giggin hingað til.

Við vorum rólegir í gær. Ég fór í koju og spil­aði svo­lítið af nýjum tölvu­leik sem ég hlóð niður í sím­ann minn yfir góða netið í gær. Hann heitir Bar­d’s Tale og eftir hálf­tíma spilun var bæði komin drykkju­vísa og brjóst. Held að þetta gæti orðið ágætis leið til að drepa tíma og heila­frum­ur. Fínt að hafa fleiri en eina leið til þess. Ég kláraði Litlu dauð­ana, nýju bók­ina hans Stef­áns Mána í dag, tók slurk eftir Bárð­ar­bálk svona rétt áður en ég sofn­aði og rest­ina áðan. Hún hélt mér. Hún ríg­hélt mér alveg. Lesn­ing sem ég get mjög auð­veld­lega mælt með. Teikni­mynda­sögu­megin er ég svo sirka hálfn­aður með Sweet Tooth eftir Jeff Lem­ire. Ég veit ekki alveg hvað mér finn­st, en mig grunar að þetta sé alger snilld. Ég er senni­lega menn­ing­ar­viti með til­finn­inga­rösk­un, ég veit aldrei almenni­lega hvað mér finnst í raun.

Það er mikil dýpt í þessari  mynd. Óvissa jafnvel. Myndasmiður er Baldur Ragnarsson gítarleikari. Það er mikil dýpt í þess­ari mynd. Óvissa jafn­vel. Mynda­smiður er Baldur Ragn­ars­son gít­ar­leik­ari.

Auglýsing

Þetta var föstu­dagur númer tvö á túrnum og því rúm ein vika lið­in. Þetta er jafn­vel ennþá átaka­m­inna en mig hafði grun­að, ekki að ég hafi búist við blóð­ugum hnúum og fávita­gangi, en við erum bara orðnir svo djöf­ull sjó­að­ir. Dag­arnir rúlla sinn vana­gang og allir getum við talað saman á eðli­legum nót­um. Sú við­bót að túra með Flexa sinn, okkar eigin hljóð­mann, er risa­stór og tekur hit­ann af okkur þegar við þurfum að díla við mis­jafnar aðstæður og mis­jafnt fólk. Hann er atvinnu­maður og að auki mik­ill vinur okk­ar. Eins og flís við rass, svo­leiðis er það nú bara. Við átt­menn­ing­ar, Skálmöld, Flex og Robert erum senni­lega eitt magn­að­asta kombó sem ég hef unnið með í svona vinnu. Það er ekk­ert til sem heitir vesen og ef það verður vesen er það tæklað löngu áður en vírus­inn nær að breiða úr sér. Það sem skiptir öllu máli eru svo tón­leikar dags­ins og þeim höfum við slátrað öll­um. Enda þótt við finnum sterk­ari byr í seglin en áður þurfum við að muna að við erum minnsta bandið af þeim þremur sem hér eru að túra og okkar verk­efni hvert kvöld er að láta þau stóru hafa fyrir hlut­unum og helst láta þau líta illa út. Við ætlum að vera best­ir. Við höfum stystan tím­ann af öll­um, við spilum 45 mín­útur á kvöldi, Arkona 55 og Elu­veitie 90, en við notum hverja sek­úndu til þess að stimpla okkur inn hjá fólki. Og það gengur vel. Varn­ings­salan gengur betur en við höfðum reiknað með og við­brögðin eru frá­bær all­stað­ar. Þetta járn þarf að hamra út í hið óend­an­lega.

Nú finnur maður að nýja­brumið er að hverfa. Dag­arnir verða ósjálfrátt svip­aðir enda þótt allir reyni að finna sér eitt­hvað til að brjóta upp grá­mann. Við fylgj­umst vit­an­lega með því sem ger­ist heima hjá okkur nán­ustu og þær frétt­ir, hvort sem þær eru góðar eða slæmar, verða alltaf pínu súr­ar, sér­stak­lega þegar þær eru stór­ar. Ég fæ ekk­ert nema góðar fréttir af barn­inu sem ég ætla að eign­ast á næsta ári en það er á stundum erfitt. Ég er að missa af, ég er að missa af svo ógeðs­lega miklu. En í mér er eng­inn efi því hér er ég að lifa annan draum. Ég er svo lukku­legur að allir sem standa mér næst skilja þessa þrá mína og með sam­vinnu gengur allt óskap­lega vel. En þarna hinum megin við hafið er hjart­sláttur sem ég er ekki enn búinn að finna. Hjart­sláttur sem ég á. Það er súrt. Fréttir af veik­indum ást­vina, og jafn­vel tals­vert erf­ið­ari mál­um, eru svo auð­vitað enn flókn­ari. Maður verður svo óskap­lega van­mátt­ugur og vill vera til stað­ar. En mín trú er sú að við gerum best hér. Hér fylgjum við því eftir sem við trúum á, látum drauma ræt­ast með ástríðu, elju og vinnu­semi og komum betri menn heim.

Og þannig er það nú bara.

Þráinn Árni Baldvinsson úr Torfunesi í Kinn, gítarleikarinn geðþekki, bregður hér á leik. Þrá­inn Árni Bald­vins­son úr Torfu­nesi í Kinn, gít­ar­leik­ar­inn geð­þekki, bregður hér á leik.

Tón­leika­stað­ur­inn hér í Rennes er óskap­lega ágæt­ur. Minni en stað­ur­inn í gær, enda var sá staður nú bara eitt­hvað frík. Hér var starfs­fólkið gott og mat­ur­inn sér­lega geðs­leg­ur. Sviðið auð­vitað ekki stórt og við þurftum að fara í miklar æfingar til að koma okkur fyr­ir. Þegar upp var staðið var Jón Geir sviðsvinstri, en það held ég að hafi hrein­lega aldrei gerst frá upp­hafi. Gunnar við sviðs­hægri og báðir voru þeir í svona inn­skotum á pall­inum hans Merl­in. Þetta orsak­aði það að Jón Geir og Gunnar sáust ekk­ert allt gigg­ið, því trommu­settið hans Merlin var á milli þeirra. Æi, þetta er eitt­hvað skrýt­ið. Við erum samt hættir að láta þetta pirra okkur og vinnum með þær aðstæður sem við höf­um. Sekkja­pípa, Hurdy Gurdy og risa­stór trommu­pallur gerir hljóm­sveit ekki að betri hljóm­sveit en Skálmöld. Og við sýnum þeim það í hvert skipti, hvert ein­asta kvöld.

Talandi um sekkja­píp­ur. Sekkja­pípan hans Vla­dimir gafst upp á honum í gær, eða raunar þráð­lausa kerfið fyrir hana. Þetta er svona kerfi sem notað er í stað­inn fyrir snúru til að tengja hljóð­færi við magn­ara eða hljóð­kerfi. Þegar maður spilar á bassa eða gítar er ekk­ert mál að skipta þessu kerfi út fyrir venju­lega snúru í hall­æri en það kemur manni gríð­ar­skammt að ætla að troða snúru­enda í sekkja­pípu. Í gær lét hann sig hafa það að beina píp­unni í söng­hljóð­nema en það gekk afleit­lega. Þar sem ég á kerfi sem er ekki alveg ósvipað kerf­inu hans lán­aði ég Arkona wirel­essið mitt í kvöld. Vla­dimir svar­aði því með rúss­neskri kurt­eisi. Heima myndum við kalla það svip­leysi, en ég þekki hann orðið það vel að ég veit að hann var ánægður með þetta. Til að róta hlutum ekki of mikið til og frá not­aði ég svo sjálfur snúru í kvöld. Það skipti svo sem ekki öllu þar sem sviðið var lít­ið, en ég flækti mig þó alveg ógeðs­lega oft og varð pínu kjána­leg­ur. Von­andi redda Rúss­arnir raf­magn­inu á morg­un. Þeir guldu reyndar greið­ann án þess að vita af því því gorm­ur­inn slitn­aði af sner­il­tromm­unni hans Jóns á miðjum tón­leik­um. Sner­ill­inn hans Andre, Arkona-­trymbils, var sem betur fer í seil­ing­ar­fjar­lægð og þannig bjarg­að­ist það. Þetta er nú sem betur fer stemn­ingin á öllu hér og það er óskap­lega gott.

Klukkan er 22.40 og Jón Geir var að brölta hér upp í rút­una. Robert er sof­andi en hinir eru inni að mingla við pöp­ul­inn. Robert boð­aði brott­för klukkan 2.00 og þá höldum við til Par­ís­ar. Við höfum aldrei spilað þar. Þangað er ekki nema 240 kíló­metra akst­ur, minnir mig, svo það verður létt. Ég væri alveg til í smá rauð­vín. Eða vískí jafn­vel.

Meist­ara­legt dags­ins: Litlu dauð­arn­ir.

Sköll dags­ins: Tækni­vand­ræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None