Mynd: Kjarninn Allir dagar eru Kjarnadagar
Mynd: Kjarninn

Framlag Kjarnans á árinu 2014

Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.

Ýmsar breyt­ingar voru gerðar hjá Kjarn­anum í kringum ára­mótin 2013/2014 til að skerpa á per­sónu­leika mið­ils­ins. Á meðal þeirra var sú að pistla­vett­vang­ur­inn „Kjaftæði“ hóf göngu sína. Þar skrif­uðu ýmsir pistla­höf­undar sem nær allir áttu það sam­eig­in­lega að hafa ekki látið neitt af sér kveða á þeim vett­vangi áður, hníf­beitta, hæðna og stór­skemmti­lega þjóð­fé­lags­á­deilupistla.

Sá sem vakti mesta athygli var Hrafn Jóns­son, sem varð á skömmum tíma vin­sæl­asti og fyndn­asti pistla­höf­undur íslenska inter­nets­ins, sann­kall­aður John Oli­ver hins bundna máls. Kjaftæð­ispistlar Hrafns gengu svo vel að Kjarn­inn gaf þá út á bók í lok árs 2016, sem heitir „Út­sýnið úr fíla­beins­turn­inum – Kjör­tíma­bil með augum Hrafns Jóns­son­ar.“

Í jan­úar 2014 greindi Kjarn­inn frá því að með ítar­legum hætti frá ýmsum hliðum fjár­fest­inga­leiðar Seðla­banka Íslands og þeim áhrifum sem hún hafði. Á meðal þeirra upp­lýs­inga sem komu þá fram voru hversu margir inn­lendir aðilar hefðu nýtt sér leið­ina og hvað þeir væru að kaupa.

Fjár­fest­inga­leiðin var gíf­ur­lega umdeild fram­kvæmd sem Seðla­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­hengju, krón­u­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­ari losun þeirra hafta. Sam­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­stæð­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. Mun hag­­stæð­­ara gengi.

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­ast út úr íslenska hag­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­festa fyrir hann. Seðla­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­skiptin mög­u­­leg. Líkt og verslun sem leiddi heild­­sala og neyt­endur sam­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­fest­inga­­leið­inni frá því í febr­­úar 2012 til febr­­úar 2015, þegar síð­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­örðum króna.

94 inn­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar Seðla­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­sent þeirrar fjár­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna.

Seðla­bank­inn hefur aldrei viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem fengu að nýta sér þessa leið og segir að honum sé það ekki heim­ilt vegna þagn­ar­skyldu­á­kvæðis í lögum um starf­semi bank­ans.

GAMMA og ungir fangar

Fast­eigna­mark­að­ur­inn var kom­inn á mikið flug á árinu 2014 og margir sem sáu tæki­færi til að hagn­ast mjög á því sem var að eiga sér stað á þessum tíma. Kjarn­inn birti í lok jan­úar úttekt á íbúða­upp­kaupum sjóða á vegum GAMMA. Á þeim tíma voru íbúð­irnar orðnar 350 og Gísli Hauks­son, þáver­andi for­stjóri GAMMA, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að mark­miðið væri að koma á fót öfl­ugu leigu­fé­lagi að skand­in­av­ískri fyr­ir­mynd. Hann vildi ekki upp­lýsa hverjir það væru sem hefðu fjár­fest í þessu verk­efni GAMMA en sagði að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins væru þar fyr­ir­ferða­mikl­ir.

Forsíða Kjarnans í lok janúar 2014 vakti mikla athygli.
Mynd: Kjarninn

GAMMA hélt áfram að bæta hratt við íbúðum og keypti nú í öðrum hverfum líka. Til varð Almenna leigu­fé­lag­ið. Það hagn­að­ist um 1,5 millj­arð króna á árinu 2017 og eignir félags­ins voru metnar á 42 millj­arða króna í lok þess árs og íbúð­irnar sem það átti orðnar vel yfir eitt þús­und tals­ins.

Kjarn­inn skrif­aði tölu­vert um þjón­ust­u­­samn­ing­inn sem gerður var við með­ferð­ar­heim­ilið Háholt snemma árs 2014. Til hafði staðið að loka heim­il­inu í ljósi þess að eft­ir­­spurnin eftir plássi þar var nær engin var ein­ingin ekki talin rekstr­­ar­hæf.

Áður en að því kom tók ný rík­­is­­stjórn við í land­inu, rík­­is­­stjórn Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks. Og þann 8. nóv­­em­ber 2013 fól vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­ið, sem nú var stýrt af Eygló Harð­­ar­dótt­­ur, Barna­vernd­­ar­­stofu að ganga til við­ræðna um nýjan samn­ing um rekstur með­­­ferð­­ar­heim­ilis í Háholti þar sem gert yrði ráð fyrir að heim­ilið fengi það tíma­bundna hlut­verk að vista fanga undir 18 ára aldri sem dæmdir væru til óskil­orðs­bund­innar refs­ing­­ar.

Sam­komu­lagið sem um ræðir var fyrst og fremst rök­­stutt með því að vista ætti fanga undir aldri sem dæmdir höfðu verið til óskil­orðs­bund­innar refs­ingar á Háholti. Það yrði nokk­­urs konar fang­elsi fyrir unga glæpa­­menn, enda kveði Barna­sátt­­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna á um að börn megi ekki afplána með full­orðn­­­um. Sam­komu­lagið var  und­ir­­ritað 6. des­em­ber 2013 og í kjöl­farið var gerður þjón­ust­u­­samn­ingur sem gildir til 1. sept­­em­ber 2017.

Einn ein­stak­l­ingur var vistaður á Háholti í kjöl­far dóms frá því að þjón­ust­u­­samn­ing­­ur­inn var gerð­­ur. Sú vist stóð yfir í nokkra mán­uði.

Þjón­ust­u­­samn­ing­­ur­inn við Háholt kost­aði um og yfir 150 millj­­ónir króna á ári, sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá Barna­vernd­­ar­­stofu. Sam­an­lagt kost­uðu árin þrjú sem hann náði yfir því á milli 450-500 millj­­ónir króna. Á þeim tíma hafa að jafn­­aði 1-3 ein­stak­l­ingar verið vistaðir á Háholti að jafn­­aði. Inn­­­rit­aðir ein­stak­l­ingar voru sex á árinu 2014, þrír árið 2015 og sex á árinu 2016. Til sam­an­­burðar má nefna að 112 ein­stak­l­ingar voru inn­­­rit­aðir í með­­­ferð­­ar­úr­ræði Barna­vernd­­ar­­stofu á árinu 2016 til við­­bótar við 47 sem nutu með­­­ferðar á árinu, en höfðu inn­­­rit­­ast 2015.

Karlar sem stýra fé og leyni­skýrslur

Í febr­úar 2014 birti Kjarn­inn í fyrsta sinn nið­ur­stöðu í úttekt sinni á því hvernig kynja­skipt­ing er hjá þeim sem stýra fé eða stunda fjár­fest­ingar á Íslandi. Hún náði til æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Nið­ur­staða var slá­andi: karlar stýra 93 pró­sent þeirra.

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt­ina á hverju ári síðan þá, nú síð­ast í febr­úar 2018. Nið­ur­staðan var sú karlar stýra enn pen­ingum á Íslandi, og þar með ráða þeir hvaða hug­myndir fá að verða að veru­leika. Fyrir hverja níu karla sem sitja í æðstu stjórn­enda­stöðum í íslenskum pen­inga­heimi er ein­ungis ein kona í sam­bæri­legri stöðu. Staðan hefur ekk­ert lag­ast á síð­ustu fimm árum þrátt fyrir laga­breyt­ingar og mikla opin­bera áherslu á jafnan hlut kynj­anna.

Kjarn­inn var meðal nokk­urra fjöl­miðla á heims­vísu sem birtu afhjúp­andi umfjöllun um leyni­skýrslu um TISA-við­ræð­urnar svoköll­uðu, en með TISA-­sam­komu­lagi milli þjóð­ríkja heims­ins var mark­miðið að akua frelsi í við­skipt­um. Í skjöl­unum sem Kjarn­inn birti kom meðal ann­ars fram að starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja ættu að fá sér­með­ferð þegar þeir væru á ferða­lagi milli landa og að rík­is­stjórnir gætu ekki leyst til sín eignir sem áður höfðu verið einka­vædd­ar.

Þöggun háskóla­manna

Í maí greindi Kjarn­inn frá áður óbirtri nið­ur­stöðu könn­unar sem sýndi að sjötti hver háskóla­maður sagð­ist hafa komið sér hjá því að tjá sig við fjöl­miðla vegna ótta við við­brögð valda­fólks úr stjórn­mála- og efna­hags­lífi. Þá taldi meiri­hluti aðspurðra háskóla­manna að akademísku frelsi fræði- og  vís­inda­manna á Íslandi starfi ógn af gagn­rýni eða hót­unum frá valda­fólki í stjórn­málum og efna­hags- og atvinnu­lífi.

Í umfjöllun Kjarn­ans greindi Jón Steins­son, þá dós­ent í hag­fræði við Col­umbi­a-há­skóla, frá því að vegna opin­berrar gagn­rýni sem hann hefði sett fram á ann­ars vegar Davíð Odds­son og Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hins vegar kvóta­kerfið hafi skila­boðum verið komið til hans um að hann væri búinn að brenna allar brýr að baki sér og gæti aldrei fengið vinnu á Íslandi. Jón sagði líka frá því að áhrifa­maður í íslensku atvinnu­lífi hefði send bréf til deild­ar­for­seta Col­umbi­a-há­skól­ans þar sem hann gerði athuga­semdir við skrif Jóns í íslenska miðla.„Ef þessir menn reyna ða hafa áhrif á yfir­mann hag­fræði­deildar í Col­umbia, sem þeir hafa aug­ljós­lega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar ein­hver í háskólum á Íslandi skrifar eitt­hvað svona.“

Allir dagar verða Kjarna­dagar

Í októ­ber urðu eðl­is­breyt­ingar á starf­semi Kjarn­ans þegar nýr og öfl­ugur frétta­vefur Kjarn­ans var settur í loft­ið. Sam­hliða var útgáfu staf­ræna tíma­rits­ins hætt og rit­stjórn Kjarn­ans hóf að sinna dag­legri frétta­þjón­ustu. Við­miðin voru þó áfram þau sömu: áhersla á gæði og dýpt. Sam­hliða fór líka í loftið morg­un­póstur Kjarn­ans, sem hefur notið mik­illa vin­sælda alla tíð síð­an.

Leiðréttingin var stærsta kosningamál Framsóknarflokksins 2013.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Mán­uði síðar var útfærsla á stærsta máli þáver­andi rík­is­stjórn­ar, Leið­rétt­ing­unni, kynnt. Laga­frum­vörp vegna aðgerð­ar­innar höfðu verið lagt fram í mars sama ár. Kjarn­inn hefur alla tíð verið í far­ar­broddi við að greina afleið­ingar þeirra aðgerðar sem sner­ist um að greiða tugi millj­arða króna úr rík­is­sjóði til hluta þeirra lands­manna sem skuld­uðu verð­tryggð lán á ákveðnu tíma­bili. Það gerði hann í nóv­em­ber 2014 líka með ítar­legum frétta­skýr­ingum, dæmum sem sýndu að leið­rétt­ingin var í sumum til­vikum að lenda hjá fólki sem þurfti ekk­ert á henni að halda og greindi í skoð­ana­skrifum.

Borgun og leka­málið

Hinn 27. nóv­­em­ber 2014 flutti Kjarn­inn fréttir af því að Lands­­bank­inn hefði selt 31,2 pró­­sent hlut í Borg­un, bak við luktar dyr, til val­inna fjár­­­festa. Nákvæmar upp­­lýs­ingar fylgdu frétt­inni, sem Magnús Hall­­dór­s­­son skrif­aði, um eig­end­­urna sem fengu að kaupa hlut­inn í lok­uðu sölu­­ferli, og var hún byggð á stofn­fund­­ar­­gerð­um, samn­ingum um við­­skipt­in, og upp­­lýs­ingum sem aflað hafði verið með sjálf­­stæðri heim­ild­­ar­vinn­u. Úr varð eitt stærsta frétta­mál síð­ustu ára sem end­aði með því að banka­stjóri Lands­bank­ans var rek­inn úr starfi og að Lands­bank­inn höfð­aði mál til að reyna að end­ur­heimta það fé sem hann taldi sig hafa verið svik­inn um í mál­inu.

Undir lok árs var svo stærsta frétta­mál árs­ins 2014, leka­málið svo­kall­aða, leitt til lykta með því að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, sagði af sér emb­ætti. Það gerð­ist í kjöl­far þess að Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður henn­ar, hafði játað að leka trún­að­ar­upp­lýs­ingum úr ráðu­neyt­inu um hæl­is­leit­endur til fjöl­miðla í nóv­em­ber 2013. Fyrir það hlaut hann skil­orðs­bund­inn dóm. Kjarn­inn tók virkan þátt í umfjöllun um mál­ið, sem var ein­stakt í Íslands­sög­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar