Hundruð milljarða í endurbætur á Thule herstöðinni

Fjárhæð sem jafngildir 570 milljörðum íslenskra króna verður á næstu árum varið í endurbætur á herstöðinni Thule (Pituffik) herstöðinni á Grænlandi. Bandaríski herinn, sem starfrækir herstöðina, borgar brúsann.

Thule herstöðin á Grænlandi.
Thule herstöðin á Grænlandi.
Auglýsing

Árið 1941, ári eftir her­nám Þjóð­verja á Dan­mörku, und­ir­rit­aði Hen­rik Kauff­mann sendi­full­trúi Dana Í Was­hington (hafði verið sendi­herra fyrir her­nám­ið) sam­komu­lag við Banda­ríkja­menn, kallað Kauf­manntrakta­t­en. Í sam­komu­lag­inu fólust yfir­ráð Banda­ríkja­manna í varn­ar­málum Græn­lands. Danska rík­is­stjórn­in, sem var undir hæl Þjóð­verja, and­mælti sam­komu­lag­inu og Kauf­mann var rek­inn úr starfi. Danski aðal­ræð­is­mað­ur­inn í Banda­ríkj­unum lýsti sig sam­mála Kauf­mann og fékk sömu­leiðis reisupass­ann. Kauff­mann átti þó aft­ur­kvæmt í þjón­ust­una og varð sendi­herra í Banda­ríkj­unum eftir að stríð­inu lauk. Hann sat um tíma í stríðs­lok sem utan­þings­ráð­herra í dönsku rík­is­stjórn­inni (Befri­el­ses­reger­in­gen) og var einn full­trúa Dana við stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Sam­kvæmt áður­nefndu sam­komu­lagi fengu Banda­ríkja­menn rétt til að koma upp her­stöðvum á Græn­landi, bæði á austur og vest­ur­strönd­inni, sam­tals 14 stöðv­um. Veð­ur­at­hug­anir voru stór þáttur í starf­sem­inni en sömu­leiðis voru alls­staðar öfl­ugar loft­skeyta- og end­ur­varps­stöðv­ar. Flug­vell­ir, mis­stór­ir, voru enn­fremur við allar stöðv­arn­ar.  

Nýr samn­ingur og nauð­ung­ar­flutn­ingur

Árið 1951 und­ir­rit­uðu Danir og Banda­ríkja­menn nýjan samn­ing sem var að flestu leyti á sömu nótum og sam­komu­lagið frá 1941. Skömmu eftir und­ir­ritun sam­komu­lags­ins hófu Banda­ríkja­menn fram­kvæmdir á her­stöð­inni sem gekk undir heit­inu Bluie West-6, en fékk síðar nafnið Thule. Áður­nefndar fram­kvæmdir við stækkun her­stöðv­ar­inn­ar, sem er á Norð­ur- Græn­landi, nefnd­ust Oper­ation Blue Jay  og áttu að vera leyni­legar en fréttir af þeim spurð­ust strax út. Þessum fram­kvæmdum lauk árið 1953. Í tengslum við stækk­un­ina voru allir íbúar þorps­ins Uummannaq, sem var í næsta nágrenni við her­stöð­ina, 116 tals­ins, fluttir nauð­ugir til þorps­ins Qaanaaq 150 kíló­metrum fyrir norðan Thule. Þar höfðu Danir byggt ný íbúð­ar­hús og veittu ýmis­konar aðra aðstoð. Til­kynn­ingu um flutn­ing­inn fékk fólkið með þriggja vikna fyr­ir­vara. 

Auglýsing
Árið 1960 skrif­aði íbúa­ráð Qaanaaq Græn­lands­ráðu­neyt­inu og fór fram á bætur vegna Uummannaq, svæð­is­ins sem fólkið hafði verið neytt til að yfir­gefa. Ráðu­neytið svar­aði ekki erind­inu en græn­lands­deild utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins (for­vera Græn­lands­ráðu­neyt­is­ins) hafði áður lýst því yfir að fólkið hefði flutt af fúsum og frjálsum vilja. Og þar við sat í heil 25 ár.

Málið tekið upp aftur

Árið 1985 sendu tveir danskir blaða­menn, Jens Brø­sted og Mads Fægte­borg frá sér bók­ina „Thule – fan­ger­folk og Mili­tær­an­læg“.

Í bók­inni sem byggði á mik­illi heim­ilda­vinnu kom fram að íbú­arnir í Uummannaq höfðu ekki flutt sjálf­vilj­ug­ir. Tveimur árum síðar settu íbú­arnir kröfð­ust íbú­arnir sem höfðu flutt þess að ríkið greiddi þeim bæt­ur. Í kjöl­farið var sett á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd. Hún starf­aði í sjö ár, án þess að kom­ast að nið­ur­stöðu. Árið 1996 stefndi Thule fólk­ið  (eins og það er iðu­lega kall­að) danska for­sæt­is­ráðu­neyt­inu þar sem farið var fram á bætur og leyfi til að flytja til baka. Eystri-Lands­réttur féllst ekki á að fólkið gæti snúið til baka en úrskurð­aði bætur sem voru langt frá þeirri upp­hæð sem kraf­ist hafði ver­ið. Thule fólkið leit­aði þá til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Dóm­stóll­inn vís­aði mál­inu frá á þeirri for­sendu að Mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu hefði ekki verið í gildi í Dan­mörku þegar flutn­ingur fólks­ins frá Thule svæð­inu fór fram. 

Kalda­stríðstitr­ingur og þíða

Á fyrstu árum sjö­unda ára­tug­ar­ins var mikið um að vera í Thule her­stöð­inni. 1961 voru settar upp í nágrenni stöðv­ar­innar rat­sjár sem tengd­ust loft­varna­kerfi Banda­ríkja­hers. Loft­varna­kerf­ið, sem tengd­ist meðal ann­ars Íslandi, átti að geta varað við flug­skeytum sem skotið væri frá Sov­ét­ríkj­unum eða kaf­bátum á Norð­ur- Atl­ants­hafi. Um tíu þús­und her­menn voru á þessum árum í Thule her­stöð­inni. Smám saman minnk­uðu umsvif Banda­ríkja­manna í takt við að dró úr kalda­stríðstitr­ingn­um.

Banda­rísku her­stöðv­unum á Græn­landi var lokað einni af annarri og her­menn­irnir hurfu á braut, en geysi­legt magn af alls kyns rusli, sem eng­inn taldi sig bera ábyrgð á, varð eft­ir. Und­an­farið hafa um 300 banda­rískir her­menn verið í Thule, einu her­stöð­inni sem ekki hafði verið lok­að. Við­hald tækja og bún­aðar í lág­marki og mann­virkin hafa drabb­ast nið­ur. 

Kín­verjar vildu kaupa her­stöð en Trump vildi kaupa allt landið

Ein þeirra her­stöðva sem Banda­ríkja­menn höfðu komið upp í byrjun fimmta ára­tugar síð­ustu aldar var í Kangil­innguit, Grønn­e­dal. Danir tóku síðar við her­stöð­inni, sem var var lokað árið 2014. Danski flot­inn aug­lýsti stöð­ina til sölu og hafi danski flot­inn haft áhyggjur yfir að kaup­endur yrðu ekki á hverju strái, reynd­ust þær ástæðu­laus­ar. Nokkur fyr­ir­tæki sýndu stöð­inni áhuga og þar fór fremst kín­verskt fyr­ir­tæki. Þegar fréttir af miklum áhuga Kín­verja bár­ust til eyrna Lars Løkke Rasmus­sen þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra brást hann strax við og ekk­ert varð af söl­unni. Ákveðið var að hefja að nýju fasta við­veru danska hers­ins í Kangil­innguit og nota aðstöð­una til geymslu á elds­neyti og ýmsu fleiru, eins og það var orð­að. 

Lars Løkke Rasmussen og Mette Frederiksen. Mynd: EPA

En það voru fleiri en danski for­sæt­is­ráð­herr­ann sem hrukku við þegar fréttir af síauknum áhuga Kín­verja á Græn­landi bár­ust. Kín­verskir bankar höfðu boð­ist til að lána Græn­lend­ingum fé til bygg­ingar þriggja flug­valla og til­heyr­andi mann­virkja. Ráða­menn í banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu höfðu, þegar fréttir af flug­valla­á­formunum bárust, sam­band við danska varn­ar­mála­ráð­herr­ann í því skyni að koma í veg fyrir að lánið yrði þeg­ið. Í ágúst 2019 lýsti Don­ald Trump, þáver­andi for­seti, því yfir að hann vildi að Banda­ríkin keyptu Græn­land  eins og það legði sig. Slíkt væri ein­fald­lega eins og hver önnur fast­eigna­við­skipti. Þegar for­set­inn lét þessi orð falla var heim­sókn hans til Dan­merkur í und­ir­bún­ingi. Hug­myndir for­set­ans mættu litlum skiln­ingi í Dan­mörku og Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði að Græn­land væri ekki til sölu. Trump hætti svo við Dan­merk­ur­ferð­ina. Þótt flestum hafi þótt hug­mynd for­set­ans þáver­andi um fast­eigna­við­skiptin frá­leit sýndi hún að  Banda­ríkja­mönnum væri æ betur ljóst mik­il­vægi Græn­lands. Ekki hvað ekki síst í hern­að­ar­legu til­liti sem jafn­framt skýrði stór­auk­inn áhuga Kín­verja og Rússa á að kom­ast til áhrifa í land­inu. Hér má geta þess að Banda­ríkin opn­uðu ræð­is­skrif­stofu í Nuuk árið 2020.

Millj­arða­samn­ingur tekur gildi í  árs­byrjun 2023

Eins og fyrr var getið hafa Banda­ríkja­menn sýnt Græn­landi auk­inn áhuga á síð­ustu árum. Í skýrslu banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins frá árinu 2018 er mikil áhersla lögð á nauð­syn þess að Banda­ríkin semji við Dani um stór­aukna upp­bygg­ingu her­stöðv­ar­innar í Thule. Í því sam­bandi voru háar fjár­hæðir nefnd­ar. Í byrjun þessa árs var til­kynnt að á næstu 12 árum væri  fyr­ir­hugað að nota jafn­gildi 570 millj­arða íslenskra króna til upp­bygg­ingar og end­ur­bóta á her­stöð­inni og flug­vell­inum í Thule. 

Auglýsing
Fyrir nokkrum dögum sendi banda­ríska sendi­ráðið í Kaup­manna­höfn frá sér frétta­til­kynn­ingu. Þar kom fram að fyr­ir­tækið Inuksuk hefði upp­bygg­ingu og við­hald í Thule her­stöð­inni með höndum næstu 12 árin sam­kvæmt nýund­ir­skrif­uðum samn­ingi. Bygg­inga­fyr­ir­tækið Perma­green Grøn­land á 51 pró­sent hlut í Inuksuk en fyr­ir­tækið Vect­rus Services Green­land 49 pró­sent. Fjögur fyr­ir­tæki buðu í verk­ið. 

Hlýnun jarðar hefur komið illa við flug­völl og bygg­ingar

Þótt ein­hverjum kunni að koma það á óvart hefur hlýnun jarðar haft mikil áhrif í Thule. Flug­völl­ur­inn og allar bygg­ingar á svæð­inu voru á sínum tíma, á sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar, ein­fald­lega lagðar á gadd­freðna jörð­ina, ef svo mætti að orði kom­ast. Á síð­ustu árum hefur jarð­veg­ur­inn undir þessum mann­virkjum frosið og þiðnað á víxl. Það hefur orðið til þess að húsin á svæð­inu hafa skemmst og stórar sprungur mynd­ast á flug­braut­un­um, sem á köflum hafa líka sig­ið.

Pen­ing­arnir merki um áherslur Banda­ríkja­manna

Upp­bygg­ingin í Thule er skýrt merki um vilja Banda­ríkja­manna til sam­vinnu við Græn­lend­inga, og áherslu­breyt­ing­ar. Banda­ríski her­inn hefur um ára­bil lagt mikla áherslu á bar­áttu gegn hryðju­verkum en mun minni á starf­semi og upp­bygg­ingu á norð­ur­slóð­um. Í við­tali í ágúst síð­ast­liðnum sagði Jens Stol­ten­berg fram­kvæmda­stjóri NATO að Norð­ur­skauts­svæðið væri akk­il­les­ar­hæll, veikur hlekk­ur, í varn­ar­keðju banda­lags­ins. Sér­stak­lega með til­liti til ágengni og ögrunar Rússa. En nú verði breyt­ing á, í stað þess að Thule sé ein­göngu eins­konar varð­stöð, eins og verið hefur um langt skeið, verði stöðin fram­vegis mik­il­vægur hlekkur í varn­ar­keðju NATO. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar